Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 275
BÚN AÐARÞING
249
Greinargerð:
Fyrir Búnaðarþingi liggur erindi um að það beiti sér fyrir því,
að leitast verði við að beita sjúkdómnum aleutian-veiki, sem
nú veldur tjóni á minkabúum hérlendis, til að halda villim-
inkastofninum niðri. Sérfræðingar á Keldum telja sig hafa
fundið sýkina í villiminkum, en varla liggur þó fyrir hver
útbreiðsla hans er víða um land. Víðtæk rannsókn á mink-
ahræjum, sem hvarvetna falla til, kynni að gefa vísbendingu
um, hvaða smitmöguleikar eru úti í náttúrinni og þar með,
hvort víðtæk smitun kynni að hafa áhrif til fækkunar, ogeins,
hvort hugsanlega stafar hætta af smiti frá villimink til mink-
abúa.
Mál nr. 39
Erindi Hjalta Gestssonar o. fl. um aukna kynningu á dilka-
kjöti.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 22 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur, að markaðshorfur á íslensku lamba-
kjöti séu nú mjög ískyggilegar og því fyllsta ástæða til að gera
fjölbreyttar aðgerðir til að treysta og auka innlendan lamba-
k jötsmarkað.
I því skyni skorar þingið á Framleiðsluráð landbúnaðarins
og markaðsnefnd að kanna ýmsar aðgerðir, m. a. að auka á
fjölbreytni í vöruframboði af kjötvörum, sem unnar eru úr
dilkakjöti, t. d. hálftilbúna sérrétti af ýmsu tagi og einnig
kjöt í neytendaumbúðum, sem fita hefur verið fjarlægð frá
að mestu, t. d. rif með kódelettur, bógur og læri.
Þá væri einni gæskilegt að koma á sýnikennslu á matr-
eiðslu dilkakjöts með það fyrir augunt, að kynna það alm-
eningi, hve afbragðs gott hráefni íslenska dilkakjötið er í
ljúffenga rétti.
Þá vill Búnaðarþing beina til markaðsnefndar að halda
áfram markaðsöflun og kanna nýjar leiðir til markaðs-
öflunar erlendis.
18