Búnaðarrit - 01.01.1982, Síða 278
252
BUNAÐARRIT
d) að veita fjárhagsaðstoð vegna verulegs afurðatjóns á
sauðfé og nautgripum.
Stjórn sjóðsins ákveður kjör á lánum, þ. m. t. lánstími.
vextir, verðtrygging o. s. frv.
Kr.
Árið 1981 námu tekjur búnaðardeildar
sjóðsins af söluvörum landbúnaðarins ... 2 698 028,68
Framlög sveitarfélaga .................. 259 555,00
Samtals 2 957 583,68
Framlag ríkissjóðs nam ....................... 1 65 1 336,00
Framlag alls námu því ................ 4 608 919,68
Vaxtatekjur námu ..................... 2 845 391,70
Lántökugjöld ......................... 14 457,40
Gjöld umfram tekjur námu kr. 2 884 069,11
Stærsti gjaldaliðurinn á reikningi búnaðardeildar árið
1981 eru vextir að upphæð kr. 9 587 492,32. Aðrir gjalda-
liðir eru tjónastyrkir 564 780,00 kr., heyflutningastyrkir
146 635,00 kr. og innheimtulaun til Framleiðsluráðs land-
búnaðarins kr. 53 960,57 eða samtals gjöld kr.
10 352 867,89.
í ársbyrjun 1981 var hrein eign búnaðardeildar kr.
2 983 975,45, en í árslok aðeins kr. 99 906,34.
Staða búnaðardeildar Bjargráðasjóðs er því engan veginn
viðunandi, og því veldur mikill vaxtahluti hjá deildinni.
Eigið fé deildarinnar fer því í vaxandi mæli til greiðslu á
þessum vaxtahalla og kemur því ekki að þeim notum, sem til
er ætlast. Þá er ljóst, að tekjustofnar búnaðardeildar Bjarg-
ráðasjóðs cru ekki í neinu samræmi við það hlutverk, sem
deildinni er ætlað, þegar verulegt tjón hlýst af uppskeru-
bresti á garðávöxtum, og fóðurvöntun verður um of vegna
kulda, kals eða óþurrka. Dýr lán bæta ekki þennan vanda,