Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 284
258
BÚNAÐARRIT
Búnaðarþing skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér
fyrir, að felldir verði niður að fullu tollar, vörugjald, jöfnun-
argjald og söluskattur af vélum og hvers konar tækjunr, sem
notuð eru í landbúnaði og varahlutum í þau tæki.
Einnig skorar Búnaðarþing á ráðherrann að beita sér
fyrir, að uppsafnaður söluskattur af búvöruframleiðslu og
búvöruvinnslu verði endurgreiddur, svo sem gert er í iðnaði.
Þá telur Búnaðarþing nauðsynlegt, að kannað verði, hvort
grundvöllur sé til að fella niður umrædd gjöld af bygging-
arefni og vörum til fjárfestingar í búrekstrarframkvæmdum.
Greinargerð:
Þegar sjömannanefndin, sem skipuð var af landbúnaðarráð-
herra árið 1978, skilaði áliti og tillögum sínum varðandi
framleiðslustjórn og takmörkun á búvöruframleiðslu, lagði
hún áherslu á niðurfellingu tolla og söluskatts af vélum og
fjárfestingarvörum til búrekstrar.
Nefndin lagði áherslu á, að þessi breyting fylgdist að við
aðgerðir til framleiðslutakmarkana til þess að draga úr
tekjurýrnun bænda og auðvelda viðhald og endurnýjun hjá
landbúnaðinum og í bændastéttinni vegna aðgerðanna.
Nokkur lækkun hefur verið gerð á tollgreiðslum af vélum,
en sú lækkun nær þó ekki til allra véla eða tækja, og nýjar
vélar, svo sem neyðarrafstöðvar o. fl. slíkt, eru í háum toll-
flokki.
En í stað tollalækkunarinnar kom 6% jöfnunargjald á
ýmsar búvélar. Gjald þetta er til styrktar iðnaði, en kemur
ekki á vélar annarra atvinnugreina í landinu nema í litlum
mæli.
Enginn breyting hefur átt sér stað varðandi niðurfellingu
söluskatts í búrekstri.
Nú hefur verið lögð fram skýrsla starfsskilyrðanefndar, er
sýnir, að landbúnaðurinn greiðir hæst gjöld allra atvinnu-
vega í þessum efnum eða 28,7%, og er þó ekki allt talið.