Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 294
268
BÚNADARRIT
ákvörðun um, hvert sé hlutfall búnaðarmálasjóðsgjaldsins,
sem hefur verið gert með reglugerðarsetningu fram til þessa.
Gjaldið er hið sama og innheimt er í dag eða 0,5% af
tiiskyldum gjaldstofni á aðrar búgreinar en alifugla- og
svínarækt, fiskeldi, fiskrækt og land- og veiðileigu, en þar er
gjaldið helmingi lægra að hlutfalli eða 0,25%.
Um 2. gr.
Orðalag í gildandi lögum er orðið úrelt vegna breyttra
vinnslu- og viðskiptahátta með búvöru. Þá er einnig gerð sú
breyting, að í stað þess að gefin sé heimild til gjaldtöku í
búnaðarmálasjóð af afurðunr alifugla, svína og hrossa og
annarra aukabúgreina, eru þessar afurðir gjaldskyldar á
sama hátt og afurðir sauðfjár og nautgripa og garð- og
gróðurhúsaframleiðsla.
Um 3. gr.
Efnislega er þessi grein óbreytt frá gildandi lögum. Nánar
er kveðið á um innheimtufyrirkomulag og hverjir aðilar eru
gjaldskyldir, vegna þeirra þreytinga á viðskiptaháttum með
landbúnaðarafurðir, sem orðið hafa frá setningu gildandi
laga.
Um 4. gr.
Þarfnast ekki skýringa.
Mál nr. 57
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stofnlánadeild
landbúnaðarins, landnám, rœktun og byggingar ísveitum, nr.
45 frá 16. apríl 1971, ásamt síðari breytingum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 20 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir með, að frumvarp til laga um brey-
tingu á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám,
ræktun og byggingar í sveitum, nr. 45 frá 16. apríl 1971,
ásamt síðari breytingum (222 mál 104. löggjafarþings) verði