Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 303
BÚNAÐAKÞING
277
öflugrar Ieiðbeiningaþjónustu í svonefndum aukabú-
greinum s.s. hlunnindum og loðdýrarækt. Mikið vantar á, að
fjárveitingavaldið hafi viðurkennt þetta breytta viðhorf.
Einnig hefur á síðustu árum orðið margföld aukning á
tölvuþjónustu Búnaðarfélags íslands. Fjárbeiðni stjórnar
félagsins til þesara starfsemi hefur verið purkunarlaust skert
og er lítið yfir fjórðung þess fjármagns, sem óhjákvæmilegt
er talið að verja til þessa þáttar, sem auðvitað þrengir þá að
öðrum starfsgreinum.
Loks er ekki hægt að láta ómótmælt mikilli verðgildis-
lækkun á starfsfé búnaðarsambandanna, en hækkun á því frá
fyrra ári er aðeins 28%. Fjárhagur búnaðarsambandanna
flestra er mjög tæpur, og mega þau síst við skerðingu á
neinum tekjustofnum, enda sífellt bætt verkefnum á starfs-
menn þcirra.
Samþykkt með 23 samhljóða atkvæðum.
Mál nr. 62
Alyktun jarðrœktarnefndar um vanefndir á greiðslu ríkis-
frumlags samkvæmt lögwn nr. 43/1979.
Búnaðarþing átelur harðlega þá ákvörðun fjárveitinga-
valdsins að fella niður að mestu greiðslu á því fé, sem ætlað
var til hagræðingar og til eflingar nýrra búgreina skv. lögum
nr. 43/1979 um breytingar á jarðræktarlögum nr. 79/1972.
Skorar þingið á Alþingi og ríkisstjórn að bæta nú þegar
það, sem á vantar, að fullnægt hafi verið ákvæðunt laganna.
Við undirbúning framangreindrar lagasetningar var haft
samráð við Búnaðarþing, og féllst þingið á breytinguna í
trausti þess, að fjárveitingavaldið virði lögin að fullu.
Alyktunin var samþykkt með 24 atkvæðum að viðhöfðu
nafnakalli.
JÁ SÖGÐU: Ásgeir Bjarnason, Bjarni Guðráðsson, Egill
Bjarnason, Egill Jónsson, Engilbert Ingvarsson, Gísli Ell-
ertsson, Grímur Arnórsson, Guðmundur Jónasson, Gunnar