Búnaðarrit - 01.01.1982, Blaðsíða 306
280
BÚNAÐARRIT
4. Kosin þriggja manna nefnd lil að marka stefnu í hross'a-
útflutningsmálum í samrœmi við ályktun um mál nr. 16.
Kosningu hlutu:
Egill Bjarnason, ráðunautur, Sauðárkróki.
Hjalti Gestsson, ráðunautur, Selfossi.
Gísli Ellertsson, bóndi, Meðaifelli.
Þá var komið að þingslitum. Tók forseti þingsins, Ásgeir
Bjarnason, til máls og mælti á þessa leið:
„Sextugasta og fjórða Búnaðarþingi er að ljúka. Óvenju
mörg mál hafa verið lögð fyrir þing þetta eða 64 alls og þar af
afgreidd 59 og eitt óbeint. Hefur Búnaðarþing ekki haft
fleiri mál til meðferðar, síðan það fór að koma saman árlega.
Það lætur að líkum, að á meðal mála þingsins eru mörg
vandamál, sem steðja að landbúnaðinum. Útflutningur á
búvörum, einkum kindakjöti, er bændum mun óhagstæðari
nú en hann hefur lengi verið. Við setningu Búnaðarþings
greindi ég frá þeirri stefnu, sem Búnaðarþing hefur markað í
málum þessum á undanförnum þingum, og segja má, að
þetta þing hafi í engu breytt frá þeim markmiðum, það er, að
byggð verði viðhaldið í öllum meginatriðum, og að búvöru-
framleiðslan fullnægi jafnan innanlandsþörfum og tekjur og
félagsleg aðstaða sveitafólks sé sambærileg við það, sem
aðrir landsmenn hafa.
Búvöruframleiðslan var aðalmál þessa þings, og m. a.
beindi Búnaðarþing því til landbúnaðarráðherra að hlutast
til um það, að útflutningur búvara verði tekinn inn í við-
skiptasamninga við erlend ríki og jafnframt beiti hann sér
fyrir útvegun á auknu fjármagni til markaðsleitar og sölu-
starfsemi.
Á mörgu öðru var gripið í sambandi við þessi mál og
talsvert rætt um nýjar búgreinar, eins og t. d. refa- og
minkarækt, sem talin er samkeppnishæf á erlendum
mörkuðum. Rætt var um ýmsar lagabreytingar, er snerta
Iandbúnaðinn, t. d. Stofnlánadeildarlög, tolla- og skattalög,