Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 307
BÚNAÐARMNG
281
Bjargráðasjóðslög og tryggingarstarfsemi, fóðurinnflutning
og fóðurverksmiðjur, bókhald og búreikningafærslu ásamt
hagfræðilegum leiðbeiningum.
Þá taldi þingið nauðsynlegt að taka upp víðtækt samstarf
um skipan framleiðslumála, eins og kom fram í erindi frá
Stéttarsambandi bænda, þar sem farið er fram á, að land-
búnaðarráðherra skipi 5 manna nefnd með fulltrúum frá
eftirgreindum aðilum: Landbúnaðarráðuneyti, Búnaðarfé-
lagi íslands, Stéttarsambandi bænda, Framleiðsluráði land-
búnaðarins og Framkvæmdastofnun ríkisins. Margt fleira
mætti nefna, en allt er þetta í fersku minni þingfulltrúa.
Þetta þing hefur staðið í 16 daga, haldið 18 fundi og
afgreitt óvenjulega mörg mál, og hafa umræður um flest
þeirra verið miklar og almennar. Þetta sýnir það, hve vel og
dyggilega þingfulltrúar hafa unnið, enda ekki óvanir því.
Eg þakka þingfulltrúum ágæt störf og góða samvinnu. Eg
hef þótt harður húsbóndi nú sem fyrr. Ég þakka og þingfull-
trúum umburðarlyndi í minn garð. Varaforsetum þakka ég
ágæta aðstoð og skrifurum ágæta þjónustu. Skrifstofustjóra
og ritara þakka ég frábær störf. Þá þakka ég búnaðarmála-
stjóra, ráðunautum og öðru starfsfólki Búnaðarfélags ís-
lands fyrir mikla vinnu og ágæta fyrirgreiðslu í sambandi við
þingstörfin. Einnig þakka ég fyrirlesurum og öllum þeim,
sem veitt hafa Búnaðarþingi margvíslega fyrirgreiðslu, vin-
semd og virðingu. Sérstakar þakkir færi ég hótelstjóra og
starfsliði Hótel Sögu.“
Nú tók til máls Guðmundur Jónasson. Hann taldi þetta
eitt athafnasamasta þing, er hann hefði setið. Þakkaði hann
forseta, varaforsetum og öllum, er komu við sögu. Öllum
þingfulltrúum kvaðst hann færa góðar óskir og þakkir.
Fundarritara og skrifstofustjóra kvaðst hann vilja færa per-
sónulegar þakkir, svo og öllum sem að þinginu störfuðu.
Næst tók til máls Gunnar Guðbjartsson. Hann kvaðst vilja
þakka samstarf, en þetta væri 32. þing hans og hið síðasta, er
hann situr fyrir Búnaðarsamband Snæfellinga. Hefðu þeir
20