Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 309
Landbúnaðurinn 1981
eftir Jónas Jónsson
Arferði. Arið 1981 var erfitt, kalt, umhleypinga- og áfall-
asamt þegar á heildina er litið. Þrátt fyrir allt hefur landbún-
aður staðið þetta furðu vel af sér.
í Reykjavík var meðalhiti ársins nál. 3,4°C og er það 1,6°C
kaldara en meðaltal áranna 1931-1960, en 1.0°C kaldara en
meðaltal áranna 1961-1980.
Á þessari öld er það aðeins árið 1979, sem var kaldara.
Næst þessum árum koma árin 1919 og 1921,semþóvoru0,1
og 0,4°C hlýrri en nýliðið ár.
í Reykjavík var það aðeins einn mánuður, apríl, sem ekki
var kaldari en í meðalári.
Á Akureyri var árið eitt af fjórum köldustu árum, sem
komið hafa síðan 1920. Meðalhitinn þar var 2,2°C, en árið
1979, sem mun hafa veriö það kaldasta á öldinni, var meðal-
hitinn aðeins 1,5°C. Þetta er 1,7°C minni meðalhiti en var
árin 1931-1960 og 1,1°C kaldara en meðaltal áranna 1961-
1980. En það er athyglisvert, að á fyrstu tveimur áratugum
aldarinnar komu 9 ár, sem voru kaldari eða jafnköld og þetta
nýliðna ár. Hlutfallslega var árið því ekki eins kalt á
Norðurlandi eins og hér fyrir sunnan. Enda voru það tveir
mánuðir, apríl og ágúst, sem náðu aðeins hærri meðalhita en
meðaltal sömu mánaða á árabilinu 1931-’60.
Það var í október 1980, sem brá til hins verra frá gó-
ðærinu, sem þá hafði verið í rétt ár.
Síðan voru vetrarmánuðirnir umhleypingasamir og erfiö-
ir. Snjóa gerði óvenjumikla á sunnan- og vestanverðu
landinu, þannig að mikil klakalög tóku að myndast.
Janúar var sérlega umhleypingasamur og einnig kaldur,
og skiptist títt á hörkufrost og frostleysa. Frostleysunni
fylgdu jafnan hvassviðri og úrkoma var mikil, og meira sem