Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 316
290
BÚNAÐARRIT
í árslok 1981 var bústofninn talinn: 60.360 nautgripir, þar
af 32.769 mjólkurkýr, 794.644 sauökindur, 52.999 hross,
1.494 svín, 270.695 alifuglar, 8.275 minkar og 1910 refir.
Á árinu fjölgaðiöllum nautgripum um 0,7%, mjólkurkúm
fækkaði um 2,4%, sauðfé fækkaði um 4,0%, framtöldum
hrossum fjölgaði aðcins eða um 1,2%, svínum fækkaði um
3,8%, alifuglum fækkaði um 12,9%, minkum fjölgaði um
2,4% og refum um 127,7%.
Það sem hér fer á eftir um framlciðslu búfjárafurða er
samkv. upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Slátrað var í sláturhúsum 988.721 sauðkind, 894.075
dilkum og 94.646 kindum fullorðnum. Er þetta 96.936
kindum fleira en 1980, þar af 62.768 dilkum og 34.168
fullorðnum kindum fleira en árið 1980.
Meðalfall dilka reyndist 13.65 kg og er það tæplega 1 kg
minni fallþungi en 1980.
Kindakjötsframleiðslan varð nú 14.244.090 kg eða
682.995 kg meiri en 1980, er nemur 4,8% aukningu.
Nautgripaslátrun á árinu varð nokkru meiri en árið áður.
Árið 1981 var slátrað 25.080 nautgripum á móti 23.396 á
sama tíma 1980. Innlagt nautgripakjöt nam á árinu 1981
2.266.557 kg á móti 1.983.412 kg árið áður. Aukning því
283.145 kg cða 14,3%.
Haustið 1981 var slátrað 8.200 hrossum, en 5.570 árið
áður. Hrossakjötsframleiðslan nam 91 1.190 kg árið 1981 á
móti 610.471 kg árið 1980. Þetta er 300.719 kg aukning eða
49,3%.
Innvegin mjólk og mjólkurneysla. Innvegin ntjólk til mjólk-
ursamlaganna 1981 nam 102.958.972 lítrum á móti
107.017.560 lítrum árið 1980. Samdráttur nemur um 4,1
millj. lítra eða 3,8%.
Nýmjólkursala varð aðeins minni 1981 en árið áður,
44.458.629 lítrar á móti 45.259.157 lítrum eða um 1.8%
minni. Hins vegar seldust á árinu 1981 841.570 It. af