Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 317
LANDBÚNAÐURINN
291
léttmjólk, þannig að heildarmjólkursalan 1981 jókst lítillega
eða um 0,1% miðað við árið 1980.
Rjómasala jókst nokkuð eða um 2,5%. Sala á skyri dróst
saman um 2,2% og undanrennusala um 12,8%. Smjör-
framleiðslan varð 71.1 13 kg minni en á sama tíma árið áður
(964.116 kg á móti 1.035.229 kg 1980). Smjörsala hefur
liins vegar numið 1.099.070. kg og því verið gengið verulega
á birgðir, sem nú nema aðeins 383.628 kg.
Af ostum var framleitt 2.829.976 kg á móti 3.591.146 kg
árið áður. Samdráttur_því 21.2%. Ostasala innanlands hefur
orðið 1.490.926 kg á móti 1.372.389 kg árið á undan og
hefur hún því haldið áfram að aukast eða um 8,6%. Birgðir
af ostum eru því nokkuð minni en áður þrátt fyrir minni
útflutning.
Loðdýrarœkt. Starfandi nú í árslok eru alls 28 loðdýrabú.
Þar af eru 22 bú, sem eingöngu eru með blárefi, og 2 bú með
minka, en 4 hafa báðar tegundirnar. Af þessum 28 búum
tóku 19 til starfa á árinu eða 18 refabú og eitt minkabú.
Lífdýrastofninum fjölgaði því úr 650 rcfalæöum í rúmlcga
150, en minkastofninn minnkaði úr tæpum 7500 læðum í
6500.
Loðdýrabúin eru flest við Eyjafjörð og í Skagafirði, en þar
geta nýbyrjaðir bændur fengið tilbúið fóður fyrir dýr sín frá
fóðurstöðvunum á Grenivík og Sauðárkróki. Það er því
fengin reynsla fyrir því hér heima eins og annars staðar
erlendis, að vilji menn flýta fyrir loðdýrabúskap úti á lands-
byggðinni, verði það best gert með því að koma á fót fóður-
stöð í hverju héraði eða samgöngusvæði.
Afkoma loödýrabúanna er í heildina tekið dágóð, og hjá
refabændunr ágæt. Stafar það af því, að refaskinn hafa
hækkað nokkru meira i verði en sem nemur verðbólgunni í
landinu, og svo var frjósemi dýranna og þrif yrðlinga sér-
staklega góð. Frjósemi á minkabúunum var nokkru mis-
jafnari en á refabúunum, en samt í góðu meðallagi. Aftur á