Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 322
296
BÚNAÐARRIT
skuldabyrði sína vegna óveðurstjónanna, sem urðu 16.
febrúar á s. 1. ári, og er hann því fjárvana og skuldum vafinn,
þar sem tekjustofnar hans hrökkva mjög skammt, en lán þau
er hann hefur orðið að taka munu öll vera verðtryggð.
Hcimild fékkst til að hann tæki enn lán og tækist að afla
fjár til að lána þau lán, sem að framan er getið.
Hitt er jafnljóst, að ekki er viðunandi annað en að bæta
hér verulcga úr.
Skynsamlegast virðist að cndurskoða frá grunni trygg-
ingamál landbúnaðarins, að því er varðar tryggingu gegn
uppskerubresti og stærri áföllum í búfjárhaldi, frekar en
lappa enn upp á Bjargráðasjóðslögin, sem oft hefur verið
gert.
Bent hefur verið á, að á meðan stöðugt hallast á ógæfu-
hliðina hjá Bjargráðasjóði er Viðlagasjóður gildur vel og
safnar fé. Þannig mun t. d. meðalstórt sveitarfélag greiða
minna til Bjargráðasjóðs heldur en einn einstakur bóndi
greiðir af eignum sínum til Viðlagasjóðs.
Hvað er framundan ? Þegar litið er til þess, að af þremur
síðustu árum hafa tvö verið með þeim köldustu, sem komið
hafa á þessari öld, og vitað er að visst tregðulögmál ríkir í
tíðarfari og árferði, hlýtur sú spurning að vakna, hvernig
landbúnaðurinn núþolir oggetur brugðist við köldu árferði.
Menn geta spurt sig, hvernig þolir hinn tæknivæddi rækt-
unarbúskapur harðnandi árferði. Rétt er að gera sér grein
fyrir því, að komið hafa tímabil enn kaldari en það sem við
höfum reynt síðustu tíu árin. Þannig var allt tímabilið frá
1851—1920 kaldara, sé litið á 10 ára meðaltöl, en síðan
hefur komið. Að sjálfsögðu erum við á flestan hátt mikið
betur í stakk búin aö þola slíkt nú en þá. Við höfum rækt-
unina og við höfum tæknina og margt annað svo sem tilbúinn
áburð og síðast en ekki síst stóraukna þekkingu á flestum
sviðum. Allt gerir þetta okkur kleift að standa af okkur áföll
og hugsanlega harðnandi árferði enn um skeið.