Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 1

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 1
FRÉTTABRÉF U M HEILBRIGÐISMÁL Nr. 6 Mcri 1950 Krabbamein í maga Þess hefur oft verið getið í þessum bréfum, að krabbamein í maga er langsamlega algengasta krabbameinið, bæði hjá körlum og konum, og þó enn algengara meðal karlmanna. Hér á landi er óhætt að gera ráð fyrir að um hundrað' manns farist á ári úr þessum sjúk- dómi. Þetta fólk er á aldrinum frá 35 ára og upp úr, þótt sjaldgæft megi heita að þetta krabbamein geri vart við sig fyrir fertugs aldur. En úr því að komið er yfir 45 ára aldur fer það að verða meðal al- gengustu dánarorsaka. Við þessu krabbameini dugar ekkert nema hnífurinn, ef takast á að komast fyrir það til fulls. En því mið'ur sýnir reynslan, að árang- urinn af skurðlækningum vill oft verð'a lélegur, svo að bæði hér og annarsstaðar tekst ekki að komast fyrir meinsemdina til fulls nema hjá einum af hverjum tuttugu. Þessi lélegi árangur stafar ekki af því, að þetta krabbamein sé í sjálfu sér skæðara eða vaxi örara en önnur krabbamein. Ekki heldur af því að aðgerðin sé svo erfið' eða vandasöm. Heldur eingöngu af því, að sjúklingarnir komast of seint á skurðarborðið. Próf. Edwards í London skrifar 29. apríl s.l. í British Med. Journal um orsakirnar til þess að árangurinn í viðureigninni við þessa mein- semd sé svo lélegur. Hann telur orsakanna vera að leita sumpart hjá sjúklingunum, en sumpart hjá læknunum. Um þriðjungur sjúkling- anna leitar ekki læknis fyrr en þeir hafa fundið til einkenna í sex mánuði; 19% þeirra höfðu verið í þrjá mánuði undir læknishendi og einum af hundraði liöfðu læknarnir sagt, að ekkert alvarlegt væri að þeim. I Ameríku taldist Cooper svo til 1941 að sjúklingarnir ættu að meðaltali sök á drættinum, sem næmi átta mánuðum, en að lækn- arnir bæru að meðaltali ábyrgð á drætti, sem samsvaraði fjórum og hálfum mánuði af hendi almennra lækna og síðan bættist við dráttur í sjúkrahúsi, sem næmi frá einum og allt upp í sex mánuði. Sjúkling- urinn er því að jafnaði búinn að hafa krabbameinið í maganum í heilt ár áður en hann kemst á skurðarborðið. Margar uppástungur hafa komið fram, til þess að gera þessa töf sem minnsta. Sumir hafa viljað banna sölu á sódadufti til almenn- ings, til að koma í veg fyrir að menn reyni að' lækna sig sjálfir, aðrir

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.