Heilbrigðismál - 01.05.1950, Page 8

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Page 8
8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL sem tekur 100 manns. Fyrirlestra fluttu nokkrir læknar i Reykjavík um krabbamein, orsakir þess, hátterni og einkenni eftir því hvaða Iíf- færi verða fyrir því, svo og um lækningaraðferðir og lækningarhorfur. Var öllum veitt ókeypis þátttaka og læknarnir tóku enga greiðslu fyrir sína fyrirhöfn. Var almenn ánægja með námskeiðið, sem sýnilega náði tilgangi sínum, að upplýsa hjúkrunarkonur og ljósmæður, sein öðrum fremur hafa tækifæri til að fylgjast með' lieilsufari annarra, um krabbamein, eðli þess og einkenni. Krabbameinsfélagið þakkar sérstaklega læknunum, sem svo góðfúslega lögðu fram sinn skerf til að þessi tilraun tækist svo vel sem raun varð á. Áskrifendur að Fréttabréfinu eru enn sárafáir, svo að mjög mikið vantar á að það beri sig. Krabbameinsfélagið hefur sent ritið reglulega til fjölda manns í þeirri von, að nægilega margir gerðust áskrifendur til þess að útgáf- an a. m. k. svaraði kostnaði og gæti jafnvel orðið félaginu til styrktar. Sú hefur ekki orðið raunin á. Félagið hefur ekki viljað fara þá leið, sem mörg pólitísk rit hafa valið, að senda öllum reikning, sem bréfið hafa fengið', heldur ætlazt til þess, að þeir sem vilja verða áskrifendur og styrkja með því baráttuna gegn krabbameini, hafi framtak í sér til að segja til um það og senda andvirði ritsins til skrifstofu félagsins. Ef ritið á að geta haldið áfram að koma út verða lesendur okkar að gera sér ljóst, að við höfum elcki efni á að styrkja þá lengur með því að senda þeim bréfið ókeypis. Hinsvegar væri mjög vel þegið að þeir styrktu starfsemi okkar með því að greiða áskriftargjaldið. Þeir, sem ekki vilja sjálfir verða áskrifendur, eru vinsamlega beðnir að fleygja ritinu í einhvern kunningja sinn heldur en í pappírskörfuna. Skrifstofa Krabbameinsfélags Reykjavíkur er á Laugavegi 26, Reykja- vík, sími 7393. Ef þér gerið erfðaskrá, þá minnist Krabbameinsfélags- ins. Notið minningarspjöld Krabbameinsfélagsins. Fást í skrifstofu félagsins og verzl. Remedia, Austurstræti 6, Reykjavík. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL er gefið út af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Níels Dungal, prófessor. Kemur út 10—12 sinnum á ári. Árs- gjald kr. 25.00, sem greiðist fyrirfram. Meðlimir Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem greiða 80 kr. árlega eða meira fá Fréttabréfið ókeypis. Ævifélagar fá Fréttabréfið gegn 20 kr. árs- gjaldi. Pantanir sendist til Krabbameinsfélags Reykjavíkur, pósthólf 472, Reykjavík, ásamt árigjaldinu. Gerizt meðlimir í Krabbameinsfélaginu og áskrifendur að Fréttabréfinu fyrir kr. 30.00 á ári. — Prentað í Víkingsprenti.

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.