Heilbrigðismál - 01.05.1950, Síða 2

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Síða 2
2 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL hafa viljað koma upp sérstökum stöðvum til að finna krabbamein. Þá hefur komið fram tillaga um að heilbrigðismálaráðherra iandsins sýni velvild sína og árvekni fyrir heilsu landsmanna með því að senda öllum bréf á fertugsafmæli þeirra til að minna menn á að þeir sé komnir á krabbameinsaldurinn. Reynt hefur verið að' gera röntgen- rannsóknir á öllu heilbrigðu fólki, sem komið er yfir fertugt. Tilraun sem gerð var af Fordyce o. fl. 1944 á 2413 manns, yfir fimmtugt, með þessu móti, gaf heldur magran árangur, því að ekki fundust nema þrjú krabbamein alls. En hverju sem menn kunna að finna upp á, þá er víst, að eins og nú standa sakir, þá er heilsa og líf sjúklingsins fyrst og fremst komin undir því að hann vanræki ekki að leita læknis í tíma. Hver maður og hver kona, sem á fimmtugsaldri eða seinna fer að finna til óþæg- inda í maga eða meltingartruflana, þótt engra verkja verði vart, á að leita læknis vegna möguleikans um krabbamein í maga. Verkur gerir iðulega ekki vart við sig í byrjun sjúkdómsins, en byrjar síðan hægt og fer vaxandi. Matarlystin minnkar oft og það til mikilla muna. Sjúklingurinn er þreyttur og illa upplagður, þróttlítill og þarfn- ast meiri hvíldar en áður. Hann horast fyrr eða síðar og blóðleysið sem sjúkdómnum fylgir, veldur oft miklu magnleysi. Sem dæmi um það, hvernig hægt er að losna við krabbameinið, segir Edwards í áminnstri grein frá .54 ára konu, sem var vísað til hans 1932 vegna þreytu og mæði við áreynslu. Hún var orðin blóð- lítil og við rannsókn fannst stórt krabbamein í maga, sem þó var ekki vaxið út í gegnum ytra borðið. Æxlið var skorið í burtu með hluta af maganum og sjúklingnum gekk greiðlega að batna. Eftir tvo mán- uði var blóðið orðið eðlilegt og sjúklingurinn fékk fulla heilsu. Seytján árum seinna segir hún, sem nú er 72 ára, að sér líði vel eftir aldri. En þess er vert að geta, að fimm árum áður en krabbameinið var skorið úr maga þessarar konu hafði hún fengið' brjóstakrabba, sem þá var skorinn burt. Hún hefur því lifað í 22 ár eftir brjóstkrabbann og 17 ár eftir magakrabbann og er ekki dauð enn. Það verður að komast inn í vitund manna, að einkenni frá maga hjá manni eða konu, sem er yfir fertugt og haft hefur heilbrigða melt- ingu áð'ur, stafa ávallt af einhverjum líkamlegum sjúkdómi og að al- gengasta orsökin er krabbamein. En hve erfitt er að koma þessu inn í vitund manna sést máske bezt af því hvernig læknunum gengur að þekkja magakrabba í sjálf- um sér. Ameríski magasérfræðingurinn Alvarez sýndi fram á það í grein, sem hann slcrifaði 1931, að starfandi læknar, sem fá krabba- mein í maga, draga eins lengi og aðrir að leita sér lækninga, nefni- lega í sex til tíu mánuði. Þeim hættir jafnvel líka til að hugsa á þá leið, að ef þeim batna óþægindin, sem þeir hafa í maganum, af sóda-

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.