Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 3
f'RÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 3 dufti eða öðrum slíkum meðulum, þá sé ekki um krabbamein að ræða hjá þeim. Vafalaust má telja, að unnt sé að taka verulegum framförum á þessu sviði, bæði hjá læknum og almenningi. En þá má ekki spara þá vinnu sem þarf til þess að gera fullnægjandi rannsóknir á öllum þeim, sem grunsamleg einkenni hafa. Menn mega ekki vera hræddir við að fara til læknis, af því að þeir eru hræddir um að þeir kunni að hafa krabbamein. Menn verða að læra að hugsa á þá leið, að maga- krabbinn sé vel læknanlegur, ef til hans næst nógu snemma, og að þess vegna sé um að gera, að gefa sig fram, ef nokkrar meltingartrufl- anir gera vart við sig eftir 45 ára aldur, og fá sig rækilega rannsakaða. Menn verða að gera sér ljóst, að ekki dugir að blekkja sjálfa sig með því að telja sér trú um að þetta sé ekkert alvaralegt, og menn verða að vita, að kvíðinn, þótt óljós sé, fyrir því að þetta kunni að vera krabbamein, er verri en vissan um krabbamein, ef hún fæst nógu snemma til að koma að gagni, en fullnægjandi rannsókn getur líka gefið manni vissuna um að ekki sé um neitt krabbamein að ræða. J>ótt gjaldeyrisörðugleikar sé miklir, þá má ekki spara fé til kaupa á röntgenfilmum. Mislingar eru nýkomnir til landsins, og þótt þeir hafi lítið breiðzt út, má fast- lega búast við að þeir gangi yfir landið í sumar. Síðast gengu misling- ar hér 1947, svo að búast má við að það verði aðallega börn yngri en þriggja ára, sem nú sýkjast, auk þeirra sem eldri eru og sloppið liafa fram að þessu. Er nú orðið skemmra á milli mislingafaraldra en áður tíðkaðist, þar sem þetta er í þriðja skiptið á sjö árum, að mislingar ganga yfir landið, en áður voru oft sjö ár og stundum mun lengra á niilli faraldra. Mislingarnir eru yfirleitt taldir hættulaus sjúkdómur, en þeh* geta þó verið varasamir fyrir þá sem veiklaðir eru fyrir, einkum af berkla- veiki. Fyrir slíka sjúklinga getur verið mikils virði að verjast veik- inni, og er naumast unnt að gera það með því að einangra sig. Hægt er að einangra böm á fyrsta ári, en krakka sem farnir eru að hlaupa um, er engin leið að einangra frá öðrum börnum. Og jafnvel þótt unnt sé að stía börnum í sundur, þá dugir það oft ekki til, því að hér er fólk á öllum aldri, sem eklci hefur fengið mislinga og erfitt að varast það. En mislingarnir eru mjög smitandi og mest hætta á smit- un frá þeim sem eru á ferli, áður en þeir leggjast í rúmið. Meðgöngutíminn frá því að menn smitast og þangað' til menn veikjast er um 14 dagar, en síðustu fjóra daga meðgöngutímans hafa sjúklingarnir kvefeinkenni og eru þá mjög smitandi. Læknir, sem

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.