Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 5
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 5 loks eina nýja samsetningu, sem sagt er að taki öllu fram, sem hingað til hefur sézt.. Þetta smyrzl veitir vörn fyrir mýbiti í þrjá klulckutíma eftir að því er smurt á þá staði hörundsins, sem útsettir eru fyrir mýbit. Það hefur þann kost, að það skolast ekki af með svita. Það hefur ekki skaðleg áhrif á hörundið, þótt menn finni til svolítils fiðr- ings þegar því er fyrst smurt á og seinna þegar það er þvegið af. Ekki ætti það samt að fara í augun og ekki heldur að snerta gleraugnaum- gerð úr skjaldbökuskel eða plasti. Samsetningin á þessu smyrzli hefur verið birt, af skozkum stjórnarvöldum til þess að þeir sem vilja geti framleitt það, en hún er þessi: Dimethyl phthalat 200 g., Magnesium stearat 30 g., zink stearat 70 g. Við tilbúninginn er dimethylpthalat fyrst steytt saman við magnesium stearat og síðan er zink stearati bætt út í. Nýtt lyf, sem læknar taugaveiki Það hefðu þótt tíðindi fyrir einum mannsaldri, ef tilkynnt hefði verið um nýtt lyf, sem læknaði taugaveiki. Nú þykir það naumast mikil frétt þótt fundið sé lyf, sem hefur slík áhrif. Þekkingu manna á taugaveiki og orsökum hennar hefur farið svo mikið fram síðasta mannsaldurinn, að fáir sjúkdómar eru betur gagnrannsakaðir. Þessi þekking hefur orðið til þess, að taugaveikinni hefur verið útrýmt að mestu í öllum menningarlöndum. Hér heyrist hún varla nefnd á nafn. ITtbreiðsluhættan stafar aðallega af smitberunum, sem ganga með' sýklana í gallblöðrunni, en þaðan berast þeir niður í görn og síðan með saurnum niður af manninum. Hér á landi mun nú kunnugt um alla smitbera, og síðan þeim voru lagðar lífsreglurnar eða gallblaðran tekin úr þeim, er það taugaveikin, sem deyr, en ekki mennirnir. Með því að' finna lyf, sem læknar veikina, er enn einn sigur unninn gegn þessum sjúkdómi, sem áður var svo skæður, meðan þekking var af skornum skammti og ekkert meðal til sem dugði. Nú hefur tekizt að lækna veikina með lyfi, sem nefnist klóramphenicol. í Algier er enn töluvert um taugaveiki og Benhamou og félagar hans gáfu fjölda sjúklinga þetta lyf og birtu tilraunir sínar um það í La semaine des hopitaux de Paris 22. jan. s.l. Þessar rannsóknir er ekki hvað sízt að marka vegna þess, að hér var á ferðinni skæður taugaveikisfaraldur, þar sem 23% sjúklinganna fengu heilabólgu (encephalitis). Með því að gefa þetta nýja lyf lækkar hitinn eftir 5—6 daga, en eins og kunn- ugt er getur hitinn við taugaveiki haldizt í 4—5 vikur. En þótt hit- inn lækki svo fljótt geta einkenni sjúkdómsins haldizt lengur eftir að hitinn fellur. Lítur út fyrir að eiturefnin, sem losna, þegar sýklarnir leysast upp, sé hættuleg, og þrátt fvrir þetta nýja lyf geta menn enn

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.