Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL skoðar sjúklinginn á þessum tíma, getur oft sagt um hvort mislingar sé að byrja, með því að skoða upp í munninn á sjúklingnum. Sjúkdómurinn stafar ekki af neinni sýnilegri bakteríu, heldur af ósýnilegu virus. Að afstaðinni veiki myndast mikil mótefni í blóði sjúklingsins, sem endast sjúklingnum ævilangt, svo að menn fá sjúk- dóminn ekki nema einu sinni á ævinni. Með því að' taka blóð frá mislingasjúklingum 7—14 dögum eftir að þeir eru orðnir hitalausir og vinna úr því blóðvatn (serum) er hægt að fá það sem til þarf til þess að vernda þá sem einhverra hluta vegna mega ekki fá mislinga. Þegar mislingar hafa gengið hér á sumrin hefur ávallt verið margt fólk, sem hefur viljað forðast sjúkdóminn, einkum á fámennum sveitabæjum, þar sem hver dagur er dýr um hábjargræðis- tímann. Þessu fólki, svo og veikluðum börnum og sjúklingum, sem læknar telja miður æskilegt að taki veikina, þarf að vera hægt að gefa serum, og þess vegna hefur ávallt verið framleitt mislingaserum hér í undangengnum faröldrum. Til þess að unnt sé að framleiða mislingaserum er þess vænst, að þeir sem í Reykjavík og nágrenni nú sýkjast af mislingum og eru 18 ára og eldri, gefi sig fram í Rannsókna- stofu Iíáskólans við Barónsstíg 7—14 dögum eftir að þeir eru orðnir hitalausir, til þess að láta taka sér blóð. Svo lítið er tekið úr hverjum, að menn vita ekkert af því. Hverjum manni eru greiddar 75 kr. fyrir blóðið. En menn verða að geta fært sönnur á að þeir hafi fengið mislinga nú, með því að koma með vottorð frá lækni um það, og ættu menn að hugsa út í það þegar læknir kemur til þeirra í veikindunum, að biðja hann um vottorð þess efnis. Vömin af serumdælingunni endist ekki nema mánaðartíma, svo að ef nauðsynlegt er að verjast lengur, en faraldurinn ekki um garð genginn, þarf að endurtaka serumdælinguna á fjögra til fimm vikna fresti. Ef vitað er upp á dag hvenær smitun fór fram er í mörgum til- fellum heppilegast að láta líða 4—5 daga frá þeim degi og gefa þá serum, því að þá má búast við að veikin komi fram, en mjög vægt, og þó nægilega mikið til þess að ævilangt ónæmi hljótist af. Varnir gegn mýbiti Mýflugur eru allvíða hér á landi hin mesta plága á sumrin, og þótt þær spýti ekki inn í blóð manna hættulegum sýklum, eins og þær gera víða í heitari löndum, þá geta stungur þessara litlu kvikinda orðið svo margar á skömmum tíma, að lítið verður úr sumarfegurðinni hjá þeim sem fyrir slíkri árás verður. Prófessor J. P. Todd og A. B. Gilmour hafa tekizt á hendur fyrir skozku heilbrigðisstjórnina að gera tilraunir með smyrzl til varnar mýbiti. Þeir prófuðu fjölda smyrzla og settu mörg ný saman og völdu

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.