Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 7
KRÉTTABRÉF IIM IíliILBRIGÐISMÁL 7 Sannleikurinn er sá, að það er svo auðvelt að drepa menn fyrir þá sem einu sinni byrja á því og sleppa með það, eða halda að þeir sleppi með það, að raunin vill verða sú, að tilhneigingin til að tortíma manns- h'fum magnast frekar en rénar. Læknarnir kæra sig ekki um þetta vald. Þeir vita að það er allt of hættulegt að hafa slíkt vald til þess að heilli stétt sé trúandi fyrir því, þar sem misjafn sauður er í mörgu fé, svo að naumast gæti hjá því farið, að því yrði misbeitt. Læknamir eru til þess að vernda líf manna en ekki til að spilla því eða glata. Þeir þurfa meira að segja að vera á verði til þess að láta ekki hafa sig til þess að tortíma manns- lífum. Styrjaldarþjóðimar vilja fá þá í lið með sér til þess að full- komna drápstæki sín og ekki er langt síðan fangabúðalæknar voru hafðir til að gera ósæmilegar tilraunir á sjúkum föngum. Og í öllum löndum koma konur til læknanna til þess að biðja þá að eyðileggja fóstur sín. A öllu þessu verður læknirinn að vara sig og gæta sín að víkja aldrei frá rétti hvers einstaklings til lífsins. Útrýming sjúkdóma Á eynni Cypms, sem er undir brezkri stjórn, hefur malaríu verið útrýmt. Hefur það verið gert með miklum tilkostnaði, en naumast verður það metið til fjár að losna við svo skæðan sjúkdóm. Nú á að fara að gera tilraun á annarri eyju, Haiti, með annan sjúkdóm, sem enginn hægðarleikur er að fást við og allt aðrar aðferðir þarf við. Til að útrýma malaríu þurfti að drepa allar mýflugur af vissum tegund- um á eynni, en á Iíaiti á að gera tilraun til að útrýma syfilis, sem er mjög útbreiddur á eynni. Landið er álíka fjölmennt og Danmörk, með 3% miljón íbúa og af þeim er talið að 25% sé sýkt af syfilis. Auk þess hafa um 85% framboesi, sem er útbrotasjúkdómur, sem líkist mjög syfilis og læknast af sömu lyfjum. Tíu sveitir lækna og hjúkrunar- kvenna eiga að ferðast um eyna og gefa hverju mannsbarni penicillin- dælingar til að lækna þessa sjúkdóma. Þessi herferð er gerð á vegum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í samráði við ríkisstjórnina í Haiti og með styrk frá barnahjálp sameinuðu þjóðanna. Er ráðgert að her- ferðin taki tvö ár. Menn bíða með eftirvæntingu eftir að sjá árangurinn af þessari tilraun. Ef hún tekst vel, má búast við að slíkar tilraunir verði gerðar víðar með fleiri sjúkdóma. Námskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur fyrir hjúkrunarkonur og ljósmæður, sem haldið var í marz, var mjög vel sótt, svo að jafnan var þéttskipað í 1. kennslustofu Háskólans,

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.