Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.05.1950, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL dáið úr sjúkdómnum. Af þeim 23 sjúklingum, sem fengu heilabólgu, dóu 11. Þar sem taugaveiki er til, er mönnum því enn ráðlagt að láta bólusetja sig fyrir henni. Euthanasia Þetta orð þýðir góður dauði og hefur verið notað um aðferðir til að veita mönnum hægt andlát. I seinni tíð hefur mikið verið um það rætt, hvort leyfilegt sé, að veita sárþjáðum sjúklingum, t. d. þeim, sem langt eru leiddir af krabbameini og enga batavon eiga, hægt andlát, ef þeir biðja um það sjálfir. Komið hefur fyrir, að læknir hefur gert það fyrir þrábeiðni sjúk- lings, sem þannig hefur staðið á fyrir, og í samráði við ástvini hans, sem hafa átt bágt með að sjá hann kveljast, að dæla í hann morfíni í nægilega stórum skammti til þess að gera út af við hann. Mála- ferli hafa orðið' út af slíkum aðgerðum og hafa læknarnir venjulega sloppið við dóm fyrir morð. Nýlega var eitt slíkt tilfelli dæmt í Banda- ríkjunum, þar sem læknirinn játaði að hafa dælt lofti inn í æð á langt leiddum krabbameinssjúklingi til að stytta honum aldur. Dómurinn féll á þá leið, að úrskurðað var, að sjúklingurinn hefði verið látinn, er aðgerðin fór fram. Auðvitað á sá úrskurður ekki við rök að styðj- ast, því að enginn læknir mundi gera slíka aðgerð á dauðúm manni, ► enda varla hægt eftir að æðamar eru samfallnar. Þetta er mikið vandamál, sem engan veginn er auðvelt úrlausnar. Það sýnist ekki vcra nema velgerningur, að losa sárþjáðan sjúkling, sem engin von er til að geti rétt við, frá kvölum sínum. Það sýnist líka í fljótu bragði sjálfsagt að' láta ekki hræðilega vansköpuð börn lifa, né fávita, sem eru öllum til ama og þjóðfélaginu til byrði. En aðrar hliðar eru til á þessu máli, sem taka verður tillit til. Allt í einu hafa stundum komið fram lyf við sjúkdómum, sem taldir voru ólæknandi. Vanskapað fólk hefur iðulega haft framúrskarandi hæfi- leika, og heimurinn hefði farið mikils á mis, ef sumir þeirra manna hefðu látizt á bamsaldri. En hættulegast af öllu er að gefa læknunum valdið' til þess að stytta mönnum aldur. Læknamir kæra sig ekki um það vald, því að hættan er mikil á að því kunni að verða misbeitt. Vald til að drepa menn ætti engum að vera gefið, því að þeir eru fáir, sem kunna með slíkt vald að fara. Mesti sagnfræðingur Englendinga á þessarí öld, Lord Acton, sagði að' pólitískt vald hefði spillandi áhrif á valdhafann, og við þurfum ekki að fara langt aftur í tímann til að sannfærast um að það er satt. Sagan sýnir allt of glögglega hvernig þeir menn, sem fá aðstöðu til að taka líf annarra manna, misnota hana hrottalega. M

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.