Heilbrigðismál - 01.09.1987, Síða 8

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Síða 8
þekkingu sína í Ijósi framfara og nýjunga. Pegar nánar er að gætt og athug- að í hverju kvartanir á hendur heil- brigðisstarfsmönnum eru fólgnar, kemur í Ijós að allverulegur fjöldi er vegna framkomu heilbrigðisstarfs- manns. Er þar annars vegar um að ræða ófullnægjandi upplýsinga- miðlun að mati kæranda, neitun á þjónustu eða jafnvel hroka og yfir- gang. Almenna reglan er sú að kæra sé því aðeins tekin til meðferðar að hún sé lögð fram skriflega. Þó er metið út frá eðli kæru eða kvörtunar hversu hart er eftir þessu gengið. Stundum berast Landlæknisemb- ættinu óformlegar athugasemdir eða ábendingar sem leiða til að- gerða án þess að skrifleg kvörtun hafi borist. Hvað snertir kvartanir og kærur almennt, þá er æskilegt að fyrsta meðferð mála fari fram sem næst þeim stað þar sem meint mis- tök áttu sér stað. Oft verða þá þegar ljósir allir málavextir og unnt að ljúka málinu án þess að það fari lengra. Pess vegna er ráð fyrir því gert í erindisbréfi héraðslækna, að þeir sinni kvörtunum og kærum hver í sínu héraði en vísi áfram til landlæknis eftir þörfum. Hvert á að kvarta? Hægt er að kvarta til yfirstjórnar stofnunar, t.d. hjúkrunarforstjóra, yfirlæknis, framkvæmdastjóra eða stjómar. Þá er einnig hægt að bera fram kvörtun við greiðsluaðila, það er sjúkrasamlag eða Tryggingastofn- un ríkisins. Varðandi meint brot á siðareglum eða lögum stéttarfélags er kært til viðkomandi félags. Samkvæmt lögum ber Iandlækni að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisstarfsmanna eða heilbrigðisstofnana, eins og áður segir. Einnig ber héraðslæknum, samkvæmt erindisbréfi, að sinna kvörtunum vegna heilbrigðisþjón- ustu. Priggja manna kvörtunarnefnd, skipuð af ráðherra samkvæmt til- nefningu Hæstaréttar, fær til með- ferðar þau mál sem vísað er til nefndarinnar sérstaklega. Ef allt annað þrýtur er hægt að fara fram á opinbera rannsókn eða höfða mál fyrir dómstólum. Málsmeðferð Gangur mála hjá landlækni er í stórum dráttum eins og hér segir: Fyrst er safnað gögnum frá máls- aðilum, rætt við þá, og fengin ljósrit af sjúkraskrám og öðrum máls- gögnum. Leitað er sérfræðiálits, lögfræðilegs- og læknisfræðilegs eðlis. Síðan er tekin ákvörðun í mál- Fjöldi kvartana Miðað við hverja 100 lækna ísland............... 3,7 Danmörk.............. 3,5 Svíþjóð.............. 4,4 Flokkun kvartana Ársmeðaltal 1980-1986 Meint röng meðferð .... 19 Samskiptaerfiðleikar.... 10 Bið eftir innlögn....... 2 Tryggingastofnun........ 2 Aðrar kvartanir........ 10 Órökstutt............... 3 46 Afgreiðsla kvartana Ársmeðaltal 1980-86 Heilbrigðisstarfsmanni skrifað eða rætt við hann; ekki þörf frekari aðgerða 10 Áminningar.............. 3 Studd krafa um bætur ... 3 Samtal við starfsmann ... 4 Vísað annað............. 2 Aðrar afgreiðslur....... 8 Kvörtun dregin til baka eða ekki fylgt eftir... 4 Óraunhæf kvörtun....... 6 Annað eða óafgreitt.... 6 46 inu. Hún getur verið fólgin í áminn- ingu, tillögu til ráðherra um svipt- ingu leyfis eða skerðingu réttinda, að málinu sé vísað til svonefnds læknaráðs (sem skipað er sam- kvæmt sérstökum lögum) eða jafn- vel til saksóknara, og loks getur ver- ið að ekki þyki ástæða til frekari um- fjöllunar. Þegar litið er yfir fjölda kvartana á ári kemur í ljós svipaður fjöldi hér og í Danmörku og Svíþjóð (sjá töflu). Helstu kvartanir Algengasta kvörtunin er meint röng meðferð, þá er oftast um að ræða að kvartandi er ekki ánægður með árangur læknismeðferðar. Þarf þá að athuga hvort um mistök var að ræða eða hvort aðgerð (meðferð) mistókst en á því er verulegur mun- ur. Nefna má dæmi um sjúkling sem er skorinn upp vegna stækkunar á skjaldkirtli en við aðgerðina fer í sundur taug sem stýrir hreyfingu annars raddbandsins. Afleiðingin er hæsi en úr því tekst að bæta að mestu með raddþjálfun og æfing- um. í þessu tilviki er það vitað að umrædd taug getur farið í sundur við skjaldkirtilsaðgerð án þess að skurðlæknir verði þess var meðan á aðgerð stendur. Ástæðan þarf ekki að vera handvömm skurðlæknisins heldur getur ástæðan verið t.d. af- brigðileg lega taugarinnar í um- ræddu tilviki. Annað dæmi er að eftir aðgerð á mjaðmarlið er sjúklingur verri en fyrir aðgerð. Það á viðkomandi erf- itt með að sætta sig við, enda þótt augljóst virðist að ekki sé hægt að tryggja fyrirfram að aðgerð heppn- ist fullkomlega. Stundum eru born- ar sakir á lækna fyrir að hafa gyllt um of jákvæðan árangur af aðgerð eða látið undir höfuð leggjast að rekja fyrir sjúklingi (kvartanda) hvaða neikvæðar afleiðingar að- gerðin getur haft í för með sér og að hún geti mistekist. Annar algengur flokkur kvartana er vegna samskiptaerfiðleika við heilbrigðisstarfsmenn. Oftast er um 8 HEILBRIGÐISMAL 3/1987

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.