Heilbrigðismál - 01.09.1987, Síða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Síða 9
að ræða framkomu sem kvartandi telur bera vott um hroka eða að kvartað er yfir að ekki hafi verið veitt umbeðin þjónusta t.d. lyfseð- ill, tilvísun eða vitjun svo að dæmi séu nefnd. Þetta er sá flokkur kvart- ana sem erfiðast er að skera úr um réttmæti kvörtunar. Oft er um að ræða fullyrðingu gegn fullyrðingu. Stundum er greinilegt að heilbrigð- isstarfsmaður og kvartandi hafa einfaldlega ekki náð sambandi hver við annan, hverju sem um er að kenna. Pá er kvartanda ekki alltaf ljóst að það er á valdi læknisins, en ekki sjúldingsins, hvort hann ávísar tilteknu lyfi sem sjúklingur vill fá. Sama máli gegnir um tilvísun til sér- fræðings. Kvörtunum sem berast til Land- læknisembættisins hefur farið fjölg- andi frá því að skráning þeirra hófst fyrir sjö árum. Skilin milli kvörtunar og þess að afla sér upplýsinga um hvort rétt hafi verið að málum stað- ið eru þó ekki alltaf skýr. Má vera að nokkurn hluta aukningarinnar megi rekja til þess að almenningur þekkir betur rétt sinn en áður og er fúsari að nota hann. Því fer hins vegar víðs fjarri að al- menningur sé almennt óánægður með heilbrigðisþjónustuna. Sam- kvæmt könnun sem Hagvangur hf. gerði fyrir Landlæknisembættið í febrúar 1985 voru níu af hverjum tíu þátttakendum ánægðir með þá heil- brigðisþjónustu sem þeir höfðu notað næstu þrjá mánuði á undan. Svipaðar niðurstöður fengust í könnun Félagsvísindastofnunar í mars 1987. Sé tillit tekið til þess að árleg samskipti lækna og sjúklinga eru yfir ein milljón kann svo að virð- ast sem ein kvörtun fyrir hver 10-15 þúsund samskipti sé ekki mikið. Þetta breytir hins vegar ekki því að kvartanir sjúklinga geta tryggt nauðsynlegt aðhald og bætt heil- brigðisþjónustuna. Guðjón Magnússon, dr. med., ersér- fræðingur í félagslækningum og emb- ættislækningum. Hann er aðstoðar- landlæknir og dósent við læknadeild Háskóla íslands. Ríkisstjómin leggur áherslu á heilsuvemd / málefnasamningi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, sem tók við völdum 8. júlí, er sérstakur kafli um heilbrigðismál. Þetta er ífyrsta sinn sem þessutn málaflokki eru gerð svo góð skil í slíkum samningi. Kaflinn um heilbrigðismál er svohljóðandi: „Fjárhagslegt skipulag heil- brigðisþjónustu og sjúkratrygg- inga verður tekið til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að nýta sem best þá fjár- muni sem varið er til þessara mála. Meðal annars verður verkaskipting milli ríkis og sveit- arfélaga á sviði heilbrigðisþjón- ustu endurskoðuð. Mikilvægir þættir í heilbrigð- isstefnunni eru: • Auknar forvarnir, heilsu- vernd og sjúkdómaleit til að stemma stigu við sjúkdómum og slysum, svo og fræðslustarf um ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu. • Stefnt verði að því að nýta nýjustu tækni og framfarir í vís- indum til að efla sérhæfðar lækningar. • Akvarðanir um áherslur byggist á mati á líklegri þróun og framtíðarhorfum í heilbrigðis- og heilsufarsmálum. • Lög verði endurskoðuð með hliðsjón af stefnu í heilsuvernd- armálum, sem sett er fram í ís- lenskri heilbrigðisáætlun, með forvamarstarf að meginmark- miði. • Samræmdar verði aðgerðir stjómvalda til að auðvelda fram- kvæmd neyslu- og manneldis- stefnu með heilbrigði lands- manna að leiðarljósi. • Leitað verði leiða til að lækka lyfjakostnað í heilbrigðiskerf- inu. Verðlagning á lyfjum verði endurskoðuð í því skyni að lækka verð þeirra. • Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ávana- og fíkni- efnavarnir. Samstarfsnefnd þeirra ráðuneyta, sem ávana- og fíkniefnamál heyra undir, sam- ræmi og efli aðgerðir á þessu sviði, meðal annars með aukinni löggæslu, en fyrst og fremst með auknu fræðslu- og uppeldis- starfi." HEILBRIGÐISMAL 3/1987 9

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.