Heilbrigðismál - 01.09.1987, Page 11

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Page 11
sjúkdómum á áttunda áratugnum, og er talið að helsta ástæða þess sé bætt greining og meðferð háþrýst- ings.3 Allra síðustu ár hefur enn dregið úr þessum sjúkdómi hjá konum, en hjá körlum stendur hann í stað sem dánarorsök. Lungnabólga. Hér áður fyrr var lungnabólga algeng dánarorsök ungbarna en mjög hefur dregið úr því síðustu ár og áratugi. Ekkert barn á fyrsta ári hefur dáið úr lungnabólgu síðan 1978. Fólk sem deyr nú úr lungnabólgu er flest mjög fullorðið, meira en helmingur er 85 ára eða eldri. Virðist tíðnin hafa minnkað nema í allra elstu ald- ursflokkunum. Þó að lungnabólga Efslysatíöni áranna 1971-75 hefði hald- ist óbreytt næstu tíu ár þar á eftir hefðu banaslys orðið 400fleiri en raun varð á. Á einum áratug hefur þannig tekist, með slysavörnum, að bjarga álíka mörg- um og búa í þrem stórum sambýlishús- um eða í litlu sjávarþorpi. sé aðeins orsök 7% allra dauðsfalla veldur hún 16% dauðsfalla meðal 85 ára og eldri. Ungbamasjúkdómar tákna hér „meðfæddan vanskapnað og tiltek- ið ástand sem á upptök á burðar- máli", eins og segir í sjúkdóma- skránni.2 í þessum sjúkdómaflokki eru nær eingöngu dauðsföll á fyrsta ári og tekur hann til þriggja af hverj- um fjórum dauðsföllum á þeim aldri. Dánartíðnin fer lækkandi og endurspeglar þann mikla árangur sem náðst hefur við að hindra ung- barnadauða á síðustu áratugum og byggir ekki síst á bættri mæðra- vernd og nýburaþjónustu.4 Krabbamein. Greind eru um 730 ný tilfelli af krabbameini á ári og um 390 íslendingar deyja ár hvert úr DÁNARTÍÐNI ÚR HEILABLÆÐINGU 0. FL. Dánir á ðri af 100.000 DÁNARTÍÐNI 0R LUNGNAB0LGU Dánir á ári af 100.000 19 71 Karlar Konur 19 73 19 75 19 77 19 79 19 81 19 83 19 85 HEILBRIGÐISMAL 3/1987 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.