Heilbrigðismál - 01.09.1987, Síða 13

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Síða 13
fall 63 ár. Meðalaldur kvenna sem létust í umferðarslysum var 43 ár en | við slysafall 76 ár. j Sjálfsmorð. Nokkur aukning er | síðustu ár hjá körlum. Ef litið er yfir | lengra tímabil virðast vera miklar | sveiflur í tíðni sjálfsmorða5 og er 1 tíðnin nú svipuð og var á síðari 1 hluta sjöunda áratugarins. Síðustu fimm árin frömdu 24 karlar og 6 konur sjálfsmorð, að meðaltali á ári. Samantekt. Lækkun dánartíðni á áttunda áratugnum byggðist ekki síst á fækkun dauðsfalla úr heila- blæðingu og slysum. Enn dregur úr þessum dánarorsökum en allra síð- ustu ár hefur dauðsföllum úr krabbameinum og jafnvel krans- æðasjúkdómum (hjá körlum) fjölg- að, þannig að heildardánartíðni stendur nánast í stað. Búast má við að fljótlega fari þessara breytinga að gæta í ævilengdinni sem ætti þá að fara að standa í stað. Ævilengdin hefur verið að aukast fram á síðustu ár og hefur skipað íslendingum í hóp þeirra sem lengst lifa í heimin- um.3 Hvað er til ráða? Auknar for- vamir? Sennilega. Skilgreiningar. Árin 1971-80 gilti áttunda útgáfa alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrárinnar (ICD-8) hér á landi en níunda útgáfan (ICD-9) hefur gilt frá og með 1981. Krabbamein: ICD-8 140-209, ICD-9 140-208. Kransæðasjúkdómar: 410-414. Heilablæðing o. fl.: 430-438. Lungnabólga: 480- 486. Berkjubólga o. fl.: 490-493. Ungbarnasjúk- dómar: 740-779. Slys: E800-E949. Umferðarslys: E810-E819 (sleppt öðrum bifreiðaslysum, E820-E823). Sjóslys og drukknanir: E830-E838, E910. Slysaeitrun: E850-E869. Slysafall og byltur: ICD-8 E880-E887, ICD-8 E880-E888. Slysafeldi: E890-E899. Slys afköfnun: E911-E913. Sjálfsmorð: E950-E959. Heimildir. Dánartölur eftir sjúkdómum, aldri og kynj- um eru byggðar á dánarvottorðum. Pær eru birtar í Heilbrigðisskýrslum 1971-83 en tölur ár- anna 1984 og 1985 eru úr óbirtum gögnum Hag- stofu íslands. Allar tölurnar voru staðlaðar miðað við íslenskan aldursstaðal 1956-75. Tilvitnanir. 1. Hrafn Tulinius og Helgi Sigvaldason: Ald- ursstöðlun. Læknablaðið 1979, 64(3), 133-136. 2. Hin alþjóðlega sjúkdóma- og dánarmeina- skrá. Níunda útgáfa. Benedikt Tómasson sá um útgáfuna. Heilbrigðisskýrslur, fylgirit 1982 nr. 4. Landlæknisembættið, Reykjavík 1982. 3. ólafur ólafsson og Jónas Ragnarsson: Dánartíðni og ævilengd. Miklar breytingar síð- ustu árin. Heilbrigðismál 1982, 30(4), 11-14. 4. ólafur ólafsson og Jónas Ragnarsson: Meira en 98% barna ná nú tvítugsaldri - en að- eins 50% fyrir einni öld. Heilbrigðismál 1984,32 (1), 20-21. 5. Ólafur Ólafsson: Hraust þjóð í lífsgæða- kapphlaupi. Morgunblaðið 31. des. 1986. Jónas Ragnarsson hefur starfað hjá Krabbameinsfélaginu síðan 1976 við út- gáfu Heilbrigðismála, þar af sem rit- stjóri frá 1982. DÁNARTÍÐNI ÚR KRABBAMEINI Dánir á ári af 100.000 DÁNARTÍÐNI ÚR SLYSUM Dánir á ári af 100.000 71 73 75 77 79 81 83 85 HEILBRIGÐISMAL 3/1987 13

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.