Heilbrigðismál - 01.09.1987, Page 26

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Page 26
HEILBRIGÐISMÁL / Ljösmyndahnn (Jóhannes Long) Æfingar fyrir alla, 3. hluti: Axlateygjur og hálsæfingar Leiðbeiningar eftir Valdimar Örnólfsson Tvær fyrstu myndirnar sýna ein- faldar axlateygjur sem báðar eru í sama dúr, önnur með hendur fyrir ofan og aftan hnakka (17. mynd), hin með hendur í hökuhæð (18. mynd). í báðum æfingunum notum við handafl til þess að teygja á axla- vöðvum og togum til skiptis með hægri og vinstri hendi. Frá og með 19. mynd eru sýndar allar helstu hálsæfingar að undan- 17. Vinstri hendi smeygt aftur fyrir hnakka (efliðleiki leyfir, annars yfir höf- uð). Gripið er með hægri hendi um oln- boga vinstri handar, togað í og prýst að- eins niður um leið með hægu jöfnu átaki. Notið tækifærið oggerið litla hlið- beygju um leið eins og sýnt er á mynd- inni. Skiptið svo um hendur oggerið æf- inguna á hina hliðina. Ef menn eru mjög stífir i öxlum er ágætt ráð að grípa saman höndum yfir höfði í stað olnboga- gripsins. Endurtekið fjórum til sex sinnum. skildum höfuðveltum í hringi sem bíða næsta blaðs. Þessar æfingar verður að gera hægt og gætilega. Þær eru bæði liðkunar- og teygju- æfingar. Gott er að temja sér að telja rólega upp að tíu í hverri æfingu (hverri teygju). Endurtakið hverja teygju fjórum til sex sinnum og auk- ið álagið smám saman með aðstoð handaflsins eins og þið sjáið að gert er á myndunum. Slakið vel á milli æfinga. Valdimar Örnólfsson er fimleika- stjóri Háskóla íslands. Fyrri greinar íþessum flokki birtust í 4. tbl. 1986(axlaæfingar)ogl. tbl. 1987 (fleiri axlaæfingar). 18. Sams konar æfing, en hendi haldið fyrirframan höfuð í hökuhæð. Setjið lóf- ann undir olnbogann, eins og sýnt er, og ýtið áhann suo að höndin nái niður á bak. Skiptið um hendur og endurtakið æfinguna fjórum til sex sinnum. 19. Hálsvinda. Horft eins langt og hægt er yfir hægri og vinstri öxl til skiptis. Munið að telja hægt upp að tíu í hverri teygju. 20. Sama æfing, en álagið aukið og vindan gerð til hins ýtrasta án þess að valda sársauka, með því að ýta með hendi á höku og halda svo mátulega fast á móti höfuðhreyfingunni fram. 26 HEILBRIGÐISMAL 3/1987

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.