Heilbrigðismál - 01.09.1987, Side 28

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Side 28
Kapphlaupið við klukkuna Hefur þú taumhald á tímanum eða hefur tíminn tök á þér? Grein eftir Eirik Örn Arnarson Spenna og streita stafa oft af illa skipulögðum tíma og ómarkvissum vinnubrögðum. Streita nærist á stöðugri óvissu um það hvað maður eigi að taka sér fyrir hendur næst. Ef við vitum ekki hvert við erum að fara, endum við venjulega á allt öðr- um stað en við hefðum kosið. Ferð- in er án fyrirheits, farin í erindis- leysu. Allt of margir íslendingar „æða um í kapphlaupi við klukkuna og sjálfa sig", eins og segir í dægur- lagatexta. Lærðu skipulagningu! Hvernig getur þú náð tökum á tímanum? Grundvallaratriði er að skipuleggja. Annars verður erfitt að búa sig undir framtíðina og mæta henni. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað maður vill og hvernig maður ætlar að ná því marki. Tíminn líður án tillits til þess hvort við erum undir það búin eða ekki. Hvernig færi ef engin stunda- skrá væri í skólum, ekki liði á löngu þar til allt færi í handaskolum. Ef þú getur gert þér grein fyrir þeim kröfum sem gerðar verða til þín áttu auðveldara með að mæta þeim og daglegt álag veldur síður streitu. P>ví er mikilsvert að . . . . . . setja sér markmið eða skil- greina þau markmið sem þú hefur nú þegar sett þér, . . . skipta markmiðum í áfanga, . . . ákveða hvað gera skuli í hverj- um áfanga. Fylgstu með framganginum Fyrst verður þú að gera þér grein fyrir því hvaða markmiðum þú vilt ná í lífinu. Gerðu lista yfir markmið. Skrifaðu allt niður sem þér dettur í hug, jafnvel þó það sé hvorki raun- hæft né skynsamlegt. Leitaðu fyrst að markmiðum sem líklegt er að þú getir náð. Gerðu þér ljóst hvaða merkingu þú leggur í hvert markmið. Því einfaldari sem lýsing á markmiðunum er, þeim mun betra. Því næst skaltu athuga hvort markmiðin rekast á. Dæmi um slík markmið: o Vinna sig upp í starfi án þess að þurfa að leggja nótt við dag, t.d. með kvöld- og helgarvinnu. o Verða fjárhagslega vel stæður og gera aðeins það sem manni finnst skemmtilegt. o Hafa nægan tíma til að sinna áhugamálum, heimili og bömum. o Afla sér almennra vinsælda en láta samt allt flakka sem manni dett- ur í hug. Lifðu lífinu! • Nýttu tímann vel. • Skipuleggðu tímann. • Raðaðu verkefnum eftir mikilvægi. • Frestaðu þýðingarlitlum verkefnum og taktu hin þýð- ingarmeiri fram fyrir. • Vísaðu frá verkefnum sem þú ræður ekki við. • Lokaðu þig frá óþarfa truflunum og ónæði. • Farðu að sofa hálfri stund fyrr en venjulega og vaknaðu þeim mun fyrr. Láttu sjón- varpið ekki taka of mikinn tíma frá þér. • Afgreiddu strax skrifleg erindi. Ekki láta ósvömð bréf hrannast upp. EÖA. Skipaðu í forgangsröð þeim mark- miðum sem ekki stangast á. Varð- aðu leiðina að hverju markmiði og skiptu henni í áfanga sem auðvelt er að ná. Áfangar verða að vera vel skilgreindir til að hægt sé að fylgjast með hvemig miðar. Skipuleggðu hvað þú ætlar að gera og fylgstu með framgangi mála. Þú skalt byrja á að halda dagbók þar sem fá má heildarsýn yfir hverja viku í einni opnu. Hver dagur þarf helst að skiptast í einingar sem hver er hálf klukkustund. Gott er að hafa rúm fyrir ofan hvern dálk þar sem skrá má helstu verk dagsins. í sér- stakan dálk má svo skrifa áætlun vikunnar, hverja þarf að hringja í og hverja þarf að ná fundum af og hvaða verkefnum þarf að koma í framkvæmd. í lok vinnudags er gott að fara yfir dagbókina og flytja þau verk sem óunnin era yfir á næsta dag og bæta nýjum við. Nauðsyn- legt er að meta mikilvægi verkanna og skipa þeim í forgangsröð. Næst er að ákvarða markmið vik- unnar. Skiptu síðan leiðinni að markmiðinu í áfanga. Ætlaðu þér ákveðinn tíma til að vinna að því að ná áföngunum. Á hverju kvöldi skaltu fara yfir það hve vel þér mið- ar. Reyndu auk þess að gera þér grein fyrir hve mikið þú átt ógert til þess að ná settu marki. Þannig ber að endurskoða daglega þá áætlun sem gerð var upphaflega. Komdu hlutunum í verk! Hægt er að draga úr óðagoti dag- legs lífs með því að fara snemma í rúmið og snemma á fætur, taka góð- an tí'ma til að borða morgunmat og leggja snemma af stað í vinnu og skipuleggja verkefni dagsins. 28 HEILBRIGÐISMAL 3/1987

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.