Heilbrigðismál - 01.09.1987, Qupperneq 30

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Qupperneq 30
Dægursveiflur líkama og sálar Heimur okkar einkennist af hringrás. Þannig eiga sér staö árstíðabundnar breytingar. Enn augljósari eru þær breytingar sem verða vegna daglegs gangs sólar. Hér er ekki einungis um breytingar á ljósstyrk og hitastigi að ræða á nóttu og degi, heldur sveiflast félagsleg hegðun í takt við sólargang. Fólk vinnur að öllu jöfnu að degi tiþ notar kvöldin til að sinna áhugamálum og sefur á nóttunni. Það er ekki einungis umhverfið og félagsleg hegðun sem sýnir þessa hringrás, heldur sveiflast líffræðileg starfsemi einnig á svipaðan hátt. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að margs konar líffræðileg starfsemi ein- kennist af sólarhringssveiflum, öðru nafni dægursveiflum (circa- dian rhythms). Hin innri klukka gengur eftir ákveðnum ferli og erfitt er að laga hana að breyttum aðstæðum. Hins vegar er auðveldara að breyta ytri klukkunni. Þannig gerist það oft að innri og ytri ldukkumar em ekki hvor í takt við aðra. Þetta á við þegar innri tími líkamans fellur ekki að tíma umhverfisins. Álitið er að þetta sé oft orsök þrey tu, lélegrar fæmi til starfa, vanlíðanar og ýmissa líkamlegra tmflana. Fólk verður gjaman vart við þetta þegar farið er yfir tímabelti eða flogið er yfir breiddarbauga í austur eða vestur. Þetta kemur einnig fram hjá vaktavinnufólki sem þarf að sofa á afbrigðilegum tímum. Það er því oft svo þegar ofangreind einkenni hverfa ekki að menn gefast upp á vakta- vinnu. Til dæmis hefur komið í Ijós að algengara er að þeir sem vinna vaktavinnu þjáist af skeifu- gamarsári en þeir sem vinna venjulegan vinnudag. Vaktavinnumenn ættu að gefa því gaum að nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að halda dægursveiflum í jafnvægi að hluta til með því að sofa reglulega fjóra tíma á sama tíma dags á hverjum sólarhring. Með því að tímasetja þennan hjáiparsvefn og laga hann að þörfum hvers og eins, virðast dægursveiflur geta orðið stöðugar. Innri klukkan hefur einnig áhrif á hegðun: Hvers vegna eru sumir nátthrafnar og em aldrei betur upplagðir en á kvöldin þeg- ar aðrir em morgunhanar og líð- urbest á morgnana, en em orðnir dauðþreyttir klukkan níu á kvöldin? Margir hafa reynt að komast að því hvaða skynfæri í líkamanum nema tímann á svipaðan hátt og eyrað nemur hljóð, en ekkert svar hefur fundist. Margir em þeirrar skoðunar að heilaköngull (pineal-kirtillinn), sem er lítill hnúður við heilann, sé hin innri klukka. Ljóst er að ytri þættir geta haft áhrif á þessa klukku. Vfmu- efni og hitasótt hafa áhrif á tíma- skynjun. Flestir hafa upplifað það að finnast tíminn stundum ganga mjög hratt, en á öðmm stundum dragnast hann áfram. Löngu er Ijóst að geðbrigði breytast með árstíðum. Þetta á einkum við um depurð (de- pression) og oflætisdepurð (ma- nio depression). Þannig virðast sumir geta farið í miklar geðlægð- ir á sama árstíma, ár eftir ár. Þetta gerist gjaman á haustin og er fólk þá miður sín jafnvel allan vetur- inn. í seinni tíð hefur verið gælt við þá hugmynd að skammdegis- birtan hefði þessi áhrif. Hafa ver- ið gerðar tilraunir með að láta dapurt fólk vera nokkrar klukku- stundir á dag í ljósi sem jafnast á við vorbirtuna, og hefur árangur- inn lofað góðu. Þessar rannsókn- ir vekja athygli á því að sólarljós hefur áhrif á virkni heilakönguls, en það er meðal annars fyrir áhrif hans að litarefni húðar dökknar í sól. EÖA. Dægursveiflur nokkurra líffræði- legra viðbragða hjá heilbrigðu fólki á dæmigerðum sólarhring. Þessi gildi eru hærri að degi en nóttu og eru lægst rétt áður en fólk vaknar. 30 HEILBRIGÐISMAL 3/1987

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.