Heilbrigðismál - 01.09.1987, Side 34

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Side 34
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Raj Gigt var í hverjum manni Frá fyrri tíð Úr bókinni „íslenskir þjóðhættir" eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafna- gili, en hún kom fyrst út árið 1934: „Það ræður að lfkindum þegar gætt er að aðbúð þeirri sem ís- lendingar höfðu á fyrri öldum, bæði húsakosti, mataræði og fatnaði, að heilsufar landsmanna hefir ekki verið sem best - börnin dóu hrönnum saman og það var tiltölu sjaldgæft að meira en helmingur þeirra barna er fædd- ust kæmust á legg. En ef þau gátu náð því að verða þriggja til fjögra ára tórðu flest af þeim. Mörg hjón sem áttu 12 til 15 börn saman, áttu ekki nema 3 til 4 á lífi, og fátítt var það tiltölulega að foreldrar héldu miklu meira en helmingnum af börnum sínum, því síður öllum. Flest dóu þau á fyrsta árinu úr innantökum af of megnri fæðu, því að það var siðurinn að gefa þeim of megna mjólk þegar ný- fæddum, rjómablandaða og enda hreyta eftir í pelann þeirra. Enda var það eitt víst að illa gekk fólk- inu að fjölga hér á landi. Fleiri af þeim sem upp komust og náðu nokkrum aldri urðu hraustir til heilsu. En þó bar all- mikið á sumum sjúkdómum og urðu þeir landlægir. Stöfuðu þeir mest af því að fæði var bæði óreglulegt og óhentugt og aðbúð öll og húsakynni ill og sóðaleg, einkum í verstöðvunum og við sjóinn. Magaveiki allskonar og brjóstveiki var algeng og skyr- bjúgur mjög víða. Gigt var í hverjum manni. Konur þjáðust mjög af tíðateppu. Kveflandfar- sóttir gengu ár eftir ár og urðu mörgum að bana, einkum börn- um og gamalmennum þar sem húsakynni voru ill, sem víðast var. Ef skæðar sóttir gengu: taugaveiki, landfarsótt með taki (lungnabólgu), mislingar og bólusótt, dó fjöldi manna. Börn dóu að tiltölu flest úr innantök- um á fyrsta árinu, niðurgangi og þesskonar kröm. Sullaveiki (sem fólkið kallaði „meinlæti") var mjög algeng. Holdsveikin var víða, einkum við sjóinn. Algeng- astur allra kvilla næst kvefinu var kláðinn. Fólki þótti engin minnk- un að honum og vildi ógjarnan lækna hann, það hélt hann væri heldur til heilsubótar til þess að hreinsa vonda vessa út úr líkam- anum. Sama trú var og um geitur og önnur útbrot, og héldu margir að það batnaði af sjálfu sér þegar ólyfjanin væri horfin út úr líkam- anum. Eins og kunnugt er voru hér engir læknar settir fyrr en eftir 1760. Þá var landlæknir skipaður hér og síðan fjórðungslæknar fám árum síðar, en fastir læknar í hverri sýslu komu ekki fyrr en 1876 og árin þar á eftir. Fyrir því urður prestar og aðrir þeir er nær- færnir voru að reyna að bæta úr læknaleysinu eftir föngum. Sum- ir þeirra öfluðu sér bóka frá út- löndum og urðu að miklu liði, en svo fóru hinir og aðrir að fást við lækningar sem lítið eða ekkert vissu en tóku upp á þessu af því að þeir nenntu ekki að vinna, það lítið þeir vissu voru aðeins gaml- ar kerlingabækur sem ekkert vit var í. Til voru að vísu lækninga- bækur frá 16. og 17. öld, en þær voru í fárra höndum og urðu að litlu liði fyrir almenning, enda var sú fræði þá skammt á veg komin, þó var nokkuð læknað eftir þeim með íslenskum jurt- um. En svo kunni almenningur og skottulæknarnir mörg góð ráð við ýmsum kvillum, og voru þau notuð óspart." Tóbaksnautn fyrir 50 árum Úr Heilbrigðisskýrslum 1937: „Siglufjarðarhérað: Tób- aksnautn er hér mikil. Al- gengt að menn taki í nefið en sumir nota neftóbak undir neðri vörina eins og Svíar. Munntóbak er einnig talsvert notað en mest er þó reykt, sérstaklega vindlingar, og reykja jafnt konur sem karlar. Á sér stað að kvenfólk reyki meðan það kverkar síldina. Unglingar byrja snemma að reykja. Berufjarðarhérað: Tóbaks- nautn almenn. Hér reykja svo að segja allir pípu og fáir ungl- ingar sjást pípulausir lengi eftir að þeir eru fermdir. . . . allmörg böm, jafnvel 7-9 ára, og dæmi eru til um yngri, eru orðin meira eða minna svæsnir tóbaksneytendur." 34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1987

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.