Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 7
Skynjarar
fyrir kolsýring
Ekki er lengur deilt
um ágæti reykskynjara,
en ný viðvörunartæki
eru komin á markað
vestanhafs. Það eru
skynjarar sem gefa til
kynna með hljóðmerki ef
kolsýringur í andrúms-
lofti fer yfir hættumörk.
Þeir kosta frá 3.000 krón-
um.
Sem kunnugt er mynd-
ast þessi litarlausa og
lyktarlausa lofttegund
við bruna efna sem kol-
efni er í. Kolsýringur
binst auðveldar en súr-
efni við blóðrauða og
getur kolsýringseitrun
valdið dauða. Sérstakrar
varúðar ber að gæta þar
sem olía eða gas er notað
til upphitunar og ef loft-
ræsting er ófullnægjandi.
Einnig er ástæða til að
varast útblástur frá bílum
og öðrum tækjum.
Health, september 1995.
Feitur matur
og flugveiki
Flugmenn hafa ekki
orð á sér fyrir að vera oft
flugveikir, en þegar
reyndir bandarískir flug-
menn voru spurðir við-
urkenndu 29% að það
hefði valdið þeim vand-
ræðum.
Við háskólann í Norð-
ur-Dakóta voru neyslu-
venjur flugmanna kann-
aðar. Þeir sem borðuðu
fituríkan mat, mjólkuraf-
urðir eða saltan mat sfð-
ustu þrjár stundir fyrir
flugtak urðu oftar flug-
veikir en þeir sem fengu
sér hollari fæðu.
Prevention, desember 1995.
Alvarlegum umferðar-
slysum fjölgar um helm-
ing við hverja 10-15 kíló-
metra sem hraði öku-
tækja eykst þegar komið
er yfir 80 kílómetra
hraða á klukkustund,
segir í American
Medical News. Það er
því ekki að undra að
heilbrigðisyfirvöld hafi
áhyggjur af því að nú er
rætt um að leyfa fylkis-
stjórnunum að ákveða
hámarkshraða, sem hef-
ur fram að þessu verið
samræmdur af alríkis-
stjórninni. Myndin er af
slysstað við hraðbraut í
Nýj u-Mexíkó.
Hjartað í hættu
„Þrjú af hverjum fjór-
um hjartaáföllum reyk-
ingamanna á aldrinum
frá þrítugu til sextugs má
rekja til reykinga," segir
Richard Peto hjá krabba-
meinsrannsóknastofnun-
inni í Oxford í Englandi.
Hann byggir þessa stað-
hæfingu á nýrri rannsókn
sem sýndi að það er ekki
rétt að reykingar skaði
aðeins fólk á efri árum.
Á fertugsaldri eru reyk-
ingamenn í sex sinnum
meiri hættu en aðrir á að
fá hjartaáfall.
Þetta er ekki eini lífs-
hættulegi sjúkdómurinn
sem tengist reykingum.
Þeir eru að minnsta kosti
á þriðja tug talsins, að
sögn Peto.
American Heálth,
nóvember 1995.
Reykleysi
vestanhafs
• Allir 3600 veitingastað-
ir skyndibitakeðjunnar
Dunkin Donuts eru orðn-
ir reyklausir og kunna
viðskiptavinirnir vel að
meta það.
• Fyrir einu ári voru 100
veitingastaðir í New
Jersey reyklausir. Nú eru
þeir orðnir 400.
• Öll fangelsi í Texas og
Kaliforníu eru orðin
reyklaus.
Roykfritt, september 1995.
Fábrotin fæða
og færri ár
Fjölbreytni í fæðuvali
er einn af þeim þáttum
sem næringarfræðingar
hafa lagt áherslu á í boð-
skap sínum til almenn-
ings. Nú hefur gildi
þessa verið áréttað í
bandarískri rannsókn
sem sýndi að þeir sem
borða fábrotna fæðu lifa
skemur en aðrir. Skýring-
in er að nokkru leyti sú
að þeir sem lifa á ein-
hæfri fæðu sleppa gjarn-
an grænmeti og ávöxt-
um, sem geta skipt sköp-
um varðandi hollustu
máltíðarinnar.
Prevention, nóvember 1995.
Gott að hafa
gæludýr
Börn eru á 35% banda-
rískra heimila en gælu-
dýr á 58% heimila. Ekki
skal efast um þá lífsfyll-
ingu sem fylgir uppeldi
barna en fullyrt er að
nærvera gæludýra styrki
sjálfsímynd eigandans og
þegar hann strýkur ketti
sínum eða hundi veitir
það slökunaráhrif.
Það kemur eflaust
mörgum á óvart að rann-
sóknir sýna að gæludýra-
eigendur eru með lægri
blóðþrýsing og minni
blóðfitu en aðrir, þurfa
sjaldnar að leita læknis
og eru fljótari að ná sér
eftir sjúkdóma.
American Health,
september 1995.
Bestu vinir mannsins
bæta heilsufar hans.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 7