Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 17

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 17
Tómas J< Þekkingar- þraut 1. Hvenær var fyrsta hjartaígræðsl- an gerð? □ a. 1967. □ b. 1977. □ c. 1987. 2. Hver hefar setið lengst sem heil- brigðisráðherra? □ a. Guðmundur Bjarnason. □ b. Matthías Bjarnason. □ c. Svavar Gestsson. 3. Hvað er glóaldin ? □ a. Ávöxtur. □ b. Kartöflutegund. □ c. Ljósapera. 1. a. Christiaan Barnard skurð- læknir í Höfðaborg í Suður- Afríku græddi hjarta í Louis Washansky 3. desember 1967. Hjartaþeginn lifði í átján daga. Næsta aðgerð var gerð 1968 og lifði sá hjartaþegi í tæp tvö ár. 2. b. Matthías Bjarnason var heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra frá ágúst 1974 til sept- ember 1978 og aftur frá maí 1983 til október 1985, eða í um sex og hálft ár samtals. Næstir honum koma Guðmundur Bjarnason (um 3 ár og 9 mánuði) og Svavar Gestsson (3 ár og 3 mánuði). 3. a. Glóaldin er ávöxtur trés sem nefnist Citrus sinensis og er upprunnið í Kína en barst til Evr- ópu um 1500. Ávöxturinn er þekktari undir nafninu appelsína! 4. Hvort er meiri fita í heilhveiti- hornum eða kleimim? □ a. Álíka mikil í báðum. □ b. I heilhveitihornum. □ c. í kleinum. 5. Hve mörg krabbameinsvaldandi efni eru í tóbaksreyk? □ a. 5-10 efni. □ b. 20-30 efni. □ c. 40-50 efni. 6. Hvaða tæki fann Laennec upp? □ a. Hlustpípu. □ b. Magaspeglunartæki. □ c. Smásjá. 7. Hvenær var Hippókrates uppi? □ a. Á 5. og 6. öld f. Kr. □ b. Á 4. og 5. öld f. Kr. □ c. Á 5. og 6. öld e. Kr. 4. b. í heilhveitihornum eru 29 grömm af fitu í hverjum 100 grömmum. í kleinum er fitan 21 gramm, en það er svipað og í kremkexi, rúllutertum og vínar- brauði. Aftur á móti er lítil fita í heilhveitibrauði, um 2,4 grömm, og svipuð fita er í franskbrauði. 5. c. Talið er að í tóbaksreyk séu 4700 efni og efnasambönd, þar af eru 43 sem vitað er að geta valdið krabbameini. 6. a. Franski læknirinn René Laénnec (f. 1781, d. 1826) fann upp hlustpípuna árið 1816. 7. b. Gríski læknirinn Hippo- crates, sem nefndur hefur verið faðir læknislistarinnar og frum- kvöðull læknisfræðilegra rann- sókna, fæddist um 460 f. Kr. og lést um 377 f. Kr. 8. „Fólk ætti að borða til að lifa, ekki að lifa til að borða." Hver sagði þetta? □ a. Dante. □ b. Goethe. □ c. Moliére. 9. Hve margir íslendingar deyja á ári hverju, samkvæmt tölum frá Hagstofunni? □ a. 1100-1200 manns. □ b. 1400-1500 manns. □ c. 1700-1800 manns. 10. Á hvaða fjögurra ára dreng gerði Jónas Jónassen læknir barkaskurð vegna barnaveiki í júní 1886 í Reykjavík? □ a. Bjarna Jónssyni. □ b. Jóni Jónssyni. □ c. Sigurði Jónssyni. 8. c. Þessi setning er eignuð franska leikritaskáldinu Moliére (f. 1622, d. 1673), en hann er þekktur meðal annars fyrir leik- ritin ímyndunarveikina og Aura- sálina. 9. c. Árin 1991-94 dóu að með- altali 1746 íslendingar á ári eða 4-5 á dag. Á sama tímabili fædd- ust 12-13 börn á dag. 10. a. Þetta var Bjarni Jónsson, síðar vígslubiskup. Hann sagði í viðtali (Þeir gerðu garðinn fræg- an): „Heyrði ég síðar að ef þessi læknishjálp hefði dregist hálfa eða heila klukkustund þá hefði verið úti um mig." Aðgerðin var einsdæmi og hafði slík aðgerð aðeins verið gerð einu sinni áður hérlendis. HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 17

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.