Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 19
Bjöm Jónsson (Landið þitt ísland) - bjóðminjasafnið
Sveinn Pálsson og Kópur
í mánaðarblaðinu Sunnanfara
birtist árið 1894 kvæðið Sveinn
Pálsson og Kópur eftir Grím
Thomsen skáld á Bessastöðum.
Ari síðar, fyrir einni öld, kom
kvæðið í ljóðmælum Gríms.
Lýst er ferð Sveins til hjálpar
konu í barnsnauð. Hann fékk
léðan hestinn Kóp til að ferja sig
yfir straumþungt jökulfljót, sem
sýndist ófært. I kvæðinu segir:
Komst þá Sveinn í krappa dans,
Kópur skalf á beinum,
er hann náði loks til lands
laminn jökulfleinum.
Síðar segir að Sveinn hafi unn-
ið læknisverkið, bætt úr þraut
móður og barns, en ekki hlotið
önnur laun en blessun.
„Líklegast er að Grímur hafi í
æsku heyrt frægðarsögur af
lækninum sem var þekktur fyrir
samviskusemi og skyldurækni,
þrátt fyrir marga raun og krögg-
ur í vetrarför," segir Þórarinn
Guðnason læknir í grein í Morg-
unblaðinu 11. mars 1990 og held-
ur áfram: „En hvaðan var stólpa-
gripurinn Kópur og hvaða Jök-
ulsá glímdu maður og hestur við
í kvæðinu? Fleiri en eitt og
fleiri en tvö straumvötn á svæði
því sem Sveinn læknir sinnti
bera þetta nafn og mætti ætla að
flestum dytti í hug Jökulsá á Sól-
heimasandi. Grímur tekur sjálfur
af skarið í ritgerð sem hann skrif-
aði í Dýravininn: „Nafnkennd-
astir hestar hér á landi á síðari
tímum voru þeir Kolur, hestur
síra Þorláks á Skinnastöðum, og
Hornafjarðarkópur . . . Kópur er
sá eini sem ég hef heyrt um getið
sem borið hefur þann er á hon-
um sat yfir Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi, og var áin rúmlega á
miðjar síður.""
inu 1823 og lýsti gangi þeirra og
samspili. Sveinn hélt veðurbækur í
tugi ára. Þá skrifaði hann ævisögur
Bjarna Pálssonar landlæknis og
Jóns Eiríkssonar konferensráðs.
Þorvaldur Thoroddsen telur þessar
ævisögur „í flokki þeirra bestu sem
ritaðar hafa verið á íslensku á
seinni tímum." Sveinn vann að rit-
un sjálfsævisögu sem nær til ársins
I gamla kirkjugarðinum á Reyni,
vestan undir Reynisfjalli í Mýr-
dal, er legstaður Sveins Pálssonar.
Þar er þessi bautasteinn.
1828 og lýkur á því að sagt er að
hann hafi það ár verið kosinn heið-
ursfélagi í Bóþmenntafélaginu í
Kaupmannahöfn og Fornfræðafé-
laginu.
Bjarni Thorarensen skáld og amt-
maður orti eftir Svein, sem giftur
var móðursystur Bjarna. Þar minn-
ist hann á erfiðleika Sveins og seg-
ir: „. . . brotnuðu boðar mótlætis /
á baki þér sjálfir, / en seggir sáu
þig standa / hinn sama og áður." I
lok erfiljóðsins er meðal annars vís-
að til ævisagnanna sem hann ritaði:
Bautastein Bjarna þú reistir
og bautastein Jóni -
sjálfum þér settir þú varða,
er seint munu falla.
Barna vor börn munu lofa
blómstrin þíns penna,
og margir leita þess leiðis
hvar liggur Sveinn Pálsson.
Leiði Sveins er í Reyniskirkju-
garði í Mýrdal. A þriðja áratug
þessarar aldar var honum reistur
þar bautasteinn úr íslensku
gabbrói, en þá bergtegund fann
Sveinn fyrstur manna hér á landi.
Helstu heimildir:
Steindór Steindórsson: Islenskir náttúru-
fræðingar. Reykjavík 1981.
Þorkell Jóhannesson: Saga íslendinga VII.
Tímabilið 1770-1830. Upplýsingaöld. Reykja-
vík, 1950.
Ævisaga Sveins Pálssonar, skráð af honum
sjálfum. Merkir Islendingar, 3. bindi. Reykja-
vík, 1949.
Jónas Ragnarsson er ritstjóri Heil-
brigðismála. Þórarinn Guðnason lækn-
ir skrifaði landlæknaþætti um Jón
Hjaltalín (1/1993), Jón Sveinsson (2/
1993) , Guðmund Björnsson (3/1993),
H. J. G. Schierbeck (4/1993), Jón Thor-
stensen (1-2/1994), Tómas Klog (3-4/
1994) og Jónas Jónassen (1/1995). Jónas
Ragnarsson hefur skrifað um Bjarna
Pálsson (3/1995).
Sveinn Pálsson var héraðslæknir,
fékkst við rannsóknir á náttúru
landsins, sótti sjó og var sýslu-
maður Skaftfellinga í eitt ár.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 19