Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 25

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 25
Gagnleg ráð fyrir síþreytta • Hafðu púða á örmum skrifborðsstóla eða vinnu- stóla og notaðu stuðningspúða við bakið. • Stólar með háu baki styðja betur við. • Notaðu skemil þegar þú situr. • Sittu ekki í næðingi á veturna. • Notaðu eggjabakkadýnu í rúmið og flónelslak eða flónelskoddaver. • Settu púða undir hnén þegar þú liggur á bakinu. • Samfest náttföt halda hita á baki og maga. • Notaðu hitapoka eða rafmagnsteppi. • Veltu þér fyrst á hliðina áður en þú reynir að fara á fætur úr liggjandi stöðu. • Fáðu þér hjólaborð sem hægt er að rúlla upp að rúminu. • Gott er að nota stíft spjald með klemmu sem hægt er að festa skrifpappír á. • Notaðu skrifpappír með breiðu línubili. • Notaðu breiða penna og blýanta. • Gott er að hafa stuðningshandföng við baðkerið. • Gott er að eiga létta tröppu. • Notaðu þykka og hlýja sokka og hanska. • Notaðu teygjubindi á úlnliði, olnboga og hné. • Eigðu nokkur pör af sólgleraugum. • Skipuleggðu í eldhúsi á þann veg að sem flest mataráhöld séu í mjaðmarhæð. • Rétt hönnuð verkfæri og eldhúsáhöld létta störfin (t.d. dósaopnarar). • Látið nudda varlega hendur, fætur og höfuð. Úr The Messenger. sá síþreytti velur sér sjálfur. Sá sem er með síþreytu finnur best sjálfur hvenær hann þolir að taka þátt í einhverju eða að reyna á sig. Hyggilegast er því að láta hann sjálfan velja. Sálfræðingar hafa verið fengnir til að aðstoða síþreytta sjúklinga. Sálfræðingurimi sníður meðferð að þörfum hvers og eins, leggur áherslu á að kanna stöðu einstakl- ingsins með tilliti til getu og veitir stuðningsmeðferð til að auðveldara sé að lifa við ástandið og sigrast á samviskubiti. Einnig getur sálfræð- ingur beitt sjálfsstyrkingu og bent þolendum á að þeir séu ekki einir um að finna fyrir síþreytu, þeir séu hvorki gagnslausir né algjörlega vonlausir þrátt fyrir síþreytuna. Þá fræðir hann um ástand, horfur og leiðir til úrbóta og veitir ráðgjöf varðandi það að lifa við langvar- andi veikindi og verki. Loks getur hann kennt mismunandi leiðir til slökunar og sjálfsdáleiðslu. Lifað með sjúkdóminn Síþreyta getur varað frá nokkr- um mánuðum upp í nokkur ár. Ekki hefur tekist að finna ákveðna lækningu eða aðferð sem kemur flestum einstaklingum að verulegu gagni. En mörgum gagnlegum ráð- um hefur verið safnað saman sem gera síþreyttum tilveruna auðveld- ari (sjá upptalningu). Margir reka sig á það að þeir þola ekki allan mat jafn vel og áður, og eru jafnvel komnir með fæðu- óþol og ofnæmi fyrir ákveðnum efnum. Ef grunur leikur á um þetta er sjálfsagt að breyta fæðuvali. Þeg- ar um mikið óþol er að ræða hefur mörgum gagnast vel að sneiða hjá unnum mat. Ástandið hverfur ekki jafn skjótt og það kom. í endurhæfingu hefur reynst vel að taka nógu smá skref í einu, að ætla sér ekki um of og að hvíla sig nóg eftir tiltölulega stutta vinnutörn. Þrátt fyrir að síþreytuástand geti verið mjög slæmt, hefur komið í ljós að skipulögð og rétt uppbyggð meðferð ásamt endurhæfingu, get- ur skilað góðum árangri og leitt til umtalsverðs bata. Eins og þegar hefur komið fram þola síþreyttir einstaklingar mjög litla áreynslu. Andstætt öðrum virðist þeim oft versna við áreynslu, nema um mjög léttar lík- amsæfingar sé að ræða. Það að geta ekki gert allt það sem aðrir geta gert, og gera hugsunarlaust, getur oft valdið sálarangist. Til að geta lifað sem eðlilegustu lífi er mikilvægt að leita eftir allri þeirri aðstoð sem hægt er að fá. Húshjálp er þar mjög mikilvæg svo og aðstoð við hina ýmsu hluti sem koma þarf í verk, bæði stóra og smáa. Hér geta iðjuþjálfar einnig komið með góð ráð. Það sem skiptir meginmáli varð- andi þróun síþreytu er það að hún nær ákveðnu hámarki og fer svo að ganga til baka, þótt hægt fari. Þeir sem eru síþreyttir þurfa að þola mótbyrinn og berjast áfram við það að lifa mannsæmandi og innihalds- ríku lifi þrátt fyrir litla orku og lítið úthald - að njóta góðu stundanna á meðan þær gefast og ekki að bug- ast meðan beðið er eftir næsta með- byr. Dr. Eiríkur Líndal er sálfræöingur á geðdeild Landspítalans. Hann hefur nýlega skrifað lengri grein um sama efni í tímaritið Geðvernd. HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 25

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.