Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 28

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 28
Níu milljónir króna til krabbameinsrannsókna verkanir. Hér á landi er ekki farið að beita þessari meðferð nema í sérstökum tilvikum. Erlendis eru rannsóknir í gangi þar sem leitað er að nýjum lyfjum sem hafa meiri virkni gegn krabbameinsfrumun- um og færri aukaverkanir. Horfur ráðast af útbreiðslu. Með upplýsingum úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og Þjóð- skrá Hagstofunnar voru kannaðar lífshorfur, þ.e. hversu lengi sjúkl- ingar lifa frá greiningu. Eins og við mátti búast ráðast horfur fyrst og fremst af aldri og ástandi sjúklings- ins auk útbreiðslu sjúkdómsins við greiningu. Þegar tölur úr íslensku rannsókninni voru bornar saman við tölur úr erlendum rannsóknum kom í ljós að lífshorfur hér á landi voru með því besta sem þekkist, en gera má ráð fyrir að fjórir af hverj- um tíu sjúklingum séu á lífi fimm árum eftir að sjúkdómurinn greind- ist. Framtíðin. Vonandi munu frekari rannsóknir á orsökum nýrna- krabbameina svo og rannsóknir í sameindaerfðafræði auka mögu- leika á að finna fyrr þá sem eru í aukinni hættu að fá þessi krabba- mein og koma þannig í veg fyrir þau eða meðhöndla á frumstigi. Heimildir: Tómas Guðbjartsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Jónas Magnússon: Nýrnafrumu- krabbamein á íslandi 1971-1990: Nýgengi og sjúkdómseinkenni. Klínísk rannsókn á 408 til- fellum. Læknablaðið 1994, 81:13-20. Tómas Guðbjartsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Jónas Magnússon: Nýrnafrumu- krabbamein á íslandi 1971-1990: Stigun og lífs- horfur. Klínísk rannsókn á 408 tilfellum. Læknablaðið 1994, 81: 49-56. Tómas Guðbjartsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Egill Jacobsen, Jónas Magnússon: Krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum. Afturskyggn klínísk rannsókn. Læknablaðið 1994, 81: 115-123. Tómas Cuðbjartsson læknir var við störf á Landspítalanum en er nú í framhaldsnámi í skurðlækningum í Helsingjaborg í Svípjóð. Guðmundur Vikar Einarsson læknir starfar á þvagfæraskurðdeild Landspít- alans og er dósent við læknadeild Há- skóla íslands. jónas Magnússon læknir er for- stöðumaður handlækningadeildar Landspítalans og prófessor við lækna- deild Háskóla íslands. Nýlega var úthlutað styrkjum úr rannsóknasjóðum Krabba- meinsfélagsins. Að þessu sinni bárust fjórtán umsóknir um styrki, samtals að fjárhæð um 20.8 milljónir króna. Ákveðið var að veita níu styrki. Úr Rann- sóknasjóði Krabbameinsfélags- ins koma 1,5 milljónir króna og 7.8 milljónir úr Rannsókna- og tækjasjóði leitarsviðs Krabba- meinsfélagsins, eða samtals 9,3 milljónir. • Guðný Eiríksdóttir og Sigurð- ur Ingvarsson fá styrk til að bera saman úrfellingatíðni á styttri armi litnings 3 í mismun- andi krabbameinsgerðum. • Helga M. Ögmundsdóttir fær styrk til að rannsaka brjósta- krabbamein og boðefni ónæmis- kerfisins. • Helga M. Ögmundsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir og Mar- grét Steinarsdóttir fá styrk til að rannsaka skammtíma- og lang- tíma ræktun á illkynja frumum úr brjóstakrabbameinsæxlum. • Jórunn Erla Eyfjörð, Sigfríður Guðlaugsdóttir og fleiri fá styrk til að rannsaka stungusýni úr brjóstaæxlum með tilliti til breytinga á erfðaefni. Verkefni þetta er unnið í samvinnu Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði og Leitarstöðvar- innar. • Jórunn Erla Eyfjörð fær einnig styrk til kaupa á stökkbreyt- ingagreiningartæki. • Laufey Tryggvadóttir og Jór- unn Erla Eyfjörð fá styrk til að rannsaka tengsl áhættuþátta brjóstakrabbameins við stökk- breytingar í p 53 geni. • Rut Valgarðsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð fá styrk til rann- sókna á stýrðum frumudauða í frumæxlum brjóstakrabba- meins. • Steinunn Thorlacius og Jór- unn Erla Eyfjörð fá styrk til að rannsaka brjóstakrabbamein í körlum. • Valgarður Egilsson, Helga M. Ögmundsdóttir og fleiri fá styrk til að rannsaka genabreytingar á myndunarferli brjóstakrabba- meins. -jr. Frá afhendingu styrkja úr rannsóknasjóðum Krabba- meinsfélagsins: Jón Þorgeir Hallgrímssson formaður Krabbameinsfélags Islands, Steinunn Thorlacius, Ólafur Andrésson formaður Vísinda- ráðs Krabbameinsfélagsins, Helga M. Ögmundsdóttir, Rut Valgarðsdóttir, Guðný Eiríks- dóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Sigfríður Guðlaugsdóttir, María Þóra Þorgeirsdóttir sem tók við styrknum fyrir móður sína, Laufeyju Tryggvadóttur, Jór- unn Erla Eyfjörð, Valgarður Egilsson og Ólafur Viggó Sig- urbergsson framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Islands. 28 heilbrigðismAl 4/1995

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.