Heilbrigðismál - 01.03.1996, Síða 7

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Síða 7
Vanlíðan í vinnunni er oft rakin til efna í inn- réttingum á skrifstofum eða frá tækjum eins og ljósritunarvélum. Þeir sem vinna mikið við tölvur ættu að athuga enn eina orsök: Augn- þreytu. í tímaritinu Prevention er sagt að langar setur við tölvu- skjái geti valdið höfuð- verk. Bæta má úr þessu með því að fá sér gler- augu sem eingöngu eru notuð þegar unnið er við tölvur. Þetta getur einnig átt við þá sem þurfa ekki að nota gler- augu af öðrum ástæðum. Konur halla sér að flöskunni Áfengisneysla banda- rískra kvenna er vaxandi vandamál og er álitið að fjórar milljónir kvenna þar í landi misnoti áfengi eða séu háðar því. Af- leiðingar áfengisneyslu, heilsufarslegar og fé- lagslegar, eru taldar al- varlegri meðal kvenna en karla. Konur eru næmari en karlar fyrir áhrifum áfengis, þær verða ölv- aðar af minni drykkju og eru líklegri sem fórnar- lömb ofbeldis. Þunglyndi er mun oftar fylgifiskur áfengisneyslu hjá konum en körlum og þarf að hafa það í huga þegar áfengismeðferð er beitt. American Medical News, tttars 1996. Sjúkleg sóldýrkun I Bretlandi hefur þess orðið vart að ungar kon- ur fari svo oft í ljósa- bekki að líta má á það sem áráttuhegðun eða jafnvel fíkn. Þeim finnst að þær verði að fara í ljós þó að stutt sé síðan þær fóru síðast, jafnvel aðeins nokkrar klukku- stundir. Þessu hefur ver- ið líkt við lystarstol (an- orexíu) og nefnt tanor- exía, sem þýða mætti sem brúnkubrjálæði. Cosmopolitan, maí 1996. Fita truflar sjón Það sem er hættulegt fyrir hjartað getur einnig verið slæmt fyrir sjónina. Svo virðist sem samband sé milli fituneyslu og byrjunarstigs ellirýrnunar í miðgróf sjónu (macular degeneration) en hún er ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum. Þeir sem borða mikla mettaða fitu eru í nær tvöfaldri hættu á að fá þennan augnsjúkdóm, samanborið við aðra. Tóbaksreykur eykur einn- ig hættu á sjúkdómnum en neysla grænmetis og ávaxta vinnur gegn hon- um. Harvard Health Letter, desettiber 1995. Prevention, janúar og tttars 1996. Fitulaus fita Koffeinlaust koffein kom á markað árið 1895, sykurlaus sykur 1957, rjómalaus rjómi 1963, beikonlaust beikon 1969 - og fitulaus fita 1996. Þessi gervifita, sem nefnd er Olestra, hefur nýlega hlotið náð fyrir augum bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitsins en verður fyrst í stað að- eins leyfð í snakk svo sem kartöfluflögur. Mat- væli með nýju fitunni bragðast eins og venjuleg fita hafi verið notuð, en hitaeiningarnar eru mun færri vegna þess að fitan er þannig gerð að hún berst gegnum meltingar- veginn án þess að meltast. Verða kartöfluflögur framtíðarinnar steiktar úr fitulausri fitu? Neysla ávaxta sem eru ríkir af C-vítamíni virð- ist flýta fyrir bata eftir hjartaáfall. Þetta sýnir indversk rannsókn sem greint er frá í tímaritinu Prevention. Sérfræðingar leggja þó áherslu á að eina leiðin til að halda sér í eðlileg- um holdum sé að borða ekki of mikið og hreyfa sig nægilega mikið. Tittte, janúar 1996. American Health, apríl 1996. Ferskt eða frosið? Er ferskt grænmeti hollara en frosið? Það þarf ekki að vera. Ferskt grænmeti getur verið marga daga á leið- inni á borð neytenda en frosið grænmeti er hins vegar yfirleitt fryst meðan það er alveg nýtt. Það er því fullt af næringarefnum við fryst- ingu og tapar þeim lítið við þá geymsluaðferð. Af svipuðum ástæðum er niðursoðið grænmeti heldur ekki slæmur kost- ur. í rannsókn sem gerð var í Illinois í Bandaríkj- unum sást ekki merkjan- legur munur á beta- karótíni, C-vítamíni og níasíni eftir því hvort um var að ræða hrátt, frosið eða niðursoðið grænmeti. Medical Tribune Nezvs Service, jútú 1996. Men's Health, júní 1996. HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 7

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.