Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 8
Gamalt Frelsi og heill almennings Orðið „frelsi" er mjög víðtækt og óákveðið orð, enda er það oft misbrúk- að. Það er handhægt að grípa til og skjóta fyrir sig sem skildi, þegar menn vilja forðast að leggja á sig nokkur bönd, þótt þau miði til al- menningsheilla og góðrar félagsskipunar. En sú þrá sem lýsir sér í því að forðast slík bönd það er ekki rétt nefnd frelsisþrá heldur miklu fremur sjálfræðisþrá, og af henni er því miður of mikið til á Islandi. Valtýr GuÖmundsson ritstjóri (f 1860, d. 1928). Eimreiðin, 1895. Vinátta góðra manna Verið yður út um vin- áttu, ekki heimsins vin- áttu heldur vináttu guðs og góðra manna, með trú og ráðvendni, friðsemi, bróðurlegum kærleika, Aðferðir og aðstæður við matseld fyrr á öldum þættu ekki boðlegar nú. siðsemi og lítillæti sem er æskunnar prýði. Látið þessa kosti vera prýði yðar þekkingar, hvort sem þekkingin er mikil eða lítil, því án dygðar og ráðvendni er öll þekk- ing hégómi. Sveinbjörn Egilsson rektor (f. 1791, d. 1852). Skólakveðja 1851. íslenskar úrvalsgreinar, útg. 1978. Óbætandi böl Það er ekkert böl að deyja, þótt á ungum aldri sé; ekki heldur að vita ekki til hvers maður deyr, því það veit enginn hér í lífi, nema píslarvott- urinn kannske. En að vita ekki til hvers á að lifa - það er illt og óbæt- andi. Matthías Jochumsson skáld og prestur (f. 1835, d. 1920) í bréfi til Eggerts Ó. Briem, 1869. Bréf Matthíasar Jochumssonar, útg. 1935. Fornlegt mataræði í Borgarfirði er matar- æði allt reglulegra, óbrotnara og fornlegra en við sjávarsíðuna, þar sem útlendingar kenna fólk- inu alls konar nýbreytni. Kvelds og morgna borða menn hér skyr, sem kryddað er með kræki- berjum og bláberjum, ásamt rúgméls- eða grasagraut og mjólk út á. I miðdegisverð er hafður harðfiskur, nýr lax eða silungur með sméri, en flatbrauð og ostur í auka- getu. Um sláttinn og á haustin er ketsúpa, soðin í sýru, einkum höfð í há- degismat. A vetrum er sami matur alla virka daga, en á sunnu- og tyllidögum borða menn ósalt hangiket eða salt- ketssúpu og með því ým- ist flatbrauð eða súr- brauð. Efnamenn borða stundum graut, soðinn úr byggi eða bókhveiti- grjónum og mjólk. Eggert Ólafsson (f. 1726, d. 1768): Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar utn ferðir þeirra á íslandi árin 1752-1757. Útg. 1943. Hin líðandi stund Ekki höfum vér nein tök á því liðna, því að það er horfið og kemur aldrei aftur. Ekki höfum vér heldur nein tök á framtíðinni, þvf að hún er enn ókominn og meira að segja óvíst hvort vér lifum hana. Hvað er þá á voru valdi? Hin líðandi stund og ekkert annað. Hún er í raun réttri aleiga vor og að þessu leyti erum vér allir jafnríkir og jafn- fátækir. En hún getur þá líka orðið oss til ævar- andi heilla eða þá til falls og niðurdreps. Hvað er þá þessi líðandi stund, þetta augnablik, sem kemur og fer? Það er hinn lifandi hlekkur í perlufesti tímans, sem enn er óharðnaður og ekki horfinn í gleymskunnar djúp. Það er uppgöngu- auga alls, móðurskaut það sem allt sprettur úr, illt og gott. Augnablikið getur orðið hvort heldur sem “ er, upphaf að upphefð vorri eða niðurlægingu, láni eða óláni. Ef vér förum illa með það getur það orðið oss til böls og tjóns í bráð og lengd; en not- um vér það vel og dyggilega verður það oss til heilla. Aðallega fyrir það hvernig menn fara með hina líðandi stund geta þeir orðið sinnar gæfu smiðir og orðið það í bókstaflegum skilningi. A líðandi stund geta menn aflað sér þeirra þekking- armola er að síðustu verða að hinni raunsæjustu þekkingu; á líðandi stund geta þeir göfgað svo til- finningar sínar að þeir verði góðir menn og göfug- ir og á líðandi stund geta menn stælt svo vilja sinn með starfi og framkvæmd að þeir verði að mikilmennum. Hin líðandi stund hefir svo að segja alla hluti í sér fólgna, illa og góða; en það er á voru valdi hvernig vér förum með hana og eftir því fer einatt hlutskipti vort í lífinu. Ágúst H. Bjarnason prófcssor (f. 1875, d. 1952). Samtíð og saga, 1941. 8 HEILBRIGÐISMAL 1/1996

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.