Heilbrigðismál - 01.03.1996, Síða 10

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Síða 10
Hugur án handar Bandaríska þingið hefur skil- greint síðasta áratug aldarinnar sem áratug heilans. A þessum tíu árum á að kortleggja störf heilans sem að dómi þingmanna er flókn- asta fyrirbæri alheimsins. Vísinda- menn víða um heim starfa nú að verkefninu og hefur milljörðum króna verið varið til þess. Sérstak- lega er mikil virkni á þessu sviði í Evrópu, Japan og Norður-Ameríku. Stefnt er að því að geta í upphafi næstu aldar búið til tölvumynd af heilanum í þrívídd þar sem niður- stöður rannsóknanna verða skráðar og starfsemin þannig staðfærð. Beitt er ýmsum aðferðum. Þar á meðal er notað tæki sem skráir með mikilli nákvæmni hvernig blóð berst um heilann og sjást þá þau svæði sem sérstaklega eru að starfi hverju sinni vegna aukins blóð- flæðis. Einnig er mældur raf- straumur sem berst milli tauga- fruma en það er gert með mæling- um á breytingum segulsviða sem verða til þegar heilinn sendir frá sér rafbylgjur. Er það nánari út- færsla á hinu gamalkunna heila- línuritstæki sem varð til um 1940. Sem dæmi um rannsóknarniður- stöður sem þegar eru fyrir hendi má nefna, að hugsanagangur manna mun vera jafn einstaklings- bundinn og fingraför. Engir tveir menn hugsa eins. Þekking á heila- starfsemi hvers og eins gæti því í framtíðinni orðið nauðsynleg fyrir ýmsar fínni taugaskurðlæknisað- gerðir. Mannsheilinn hefur tvær miðstöðvar fyrir hugsun, aðra fyrir persónulegar hugsanir og hina fyrir hugsanir um efni sem fengið er með kennslu t.d. í skólum. Japanar hafa eina miðstöð fyrir tal á sama hátt og flestir aðrir þjóðflokkar en jafnframt aðra miðstöð til þess að vinna úr hinum flóknu rittáknum japönskunnar. Með tímanum vonast vísinda- mennirnir til þess að geta apað eftir heilanum í risavaxinni tölvu með því að láta hana fást við erfið verk- efni eins og ákvarðanatöku sem gerir mannsheilann langtum fremri öllum tölvuheilum. En langt er að því marki, því engin tölva hefur hugbúnað sem jafnast á við hug- búnað heilans með 50 milljarða taugafruma. Á milli taugafrum- anna er þétt net taugaþráða og er hver fruma þannig í tengslum við þúsundir annarra fruma. Yrðu þessar tengingar skráðar í bækur mundu verða úr því 5 milljarðar binda hvert með 400 blaðsíður (í þjóðarbókasafninu í Washington, Library of Congress, sem er eitt stærsta bókasafn heims, eru aðeins um 20 milljón bindi). Talið er að mannsheilinn vinni 100 milljón sinnum hraðar úr taugaboðum en bestu tölvur geta. Staðsetning starfrænna eininga heilans er aðeins fyrsta skerfið. Síð- an stendur til að koma á beinum tengingum milli heilans og tölvu, þannig að tölvan geti lesið og unn- ið úr hugsunum mannsins. Til þess gerður hjálmur, tengdur við tölvu, er þá lagður yfir höfuð mannsins. Þegar eru hafnar tilraunir í þessa átt í Austuríki og er stefnt að því að láta tölvu framkvæma skipanir manns án milliliða frá hönd hans, í gegnum mús eða takka tölvunnar. En fyrst þarf að æfa manninn í því að hugsa sterkt um boð þau sem hann ætlar að senda tölvunni og síðan þarf tölvan einnig að æfa sig í því að skilja boðin. í framtíðinni er hugsanlegt að maður geti stýrt flóknum tækjum á borð við herflugvélar með hugs- anaflutningi einum. Tilraunir í þessa átt eru þegar í gangi í banda- ríska flughernum og er notaður til þess flughermir. Hafa þær gefist nokkuð vel og hefur flugmaðurinn getað stýrt án þess að nota stýrin. Vandinn liggur helst í því að mannsheilinn vinnur miklu hraðar en tölvur og því svara tækin sem stýra á með hugboðum einum sam- an miklu hægar en viðunandi er, að minnsta kosti þegar stýra á þotu. Takist að koma á beinu sambandi milli mannsheilans og tölvuvæddra tækja, sem síðan framkvæma skip- anir mannsins, verður gamla boð- kerfið, „hugur og hönd", að nokkru úrelt. Jónas Hallgrímsson, prófessor. 10 HEILBRIGÐISMAL 1/1996

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.