Heilbrigðismál - 01.03.1996, Page 27
Gláka var algeng orsök blindu:
Slæmum tilfellum virðist fjölga á ný
Grein eftir Árna B. Stefánsson
Augað er lifandi myndavél og
eðli málsins samkvæmt tært að inn-
an. Það hefur sérstaka innri hring-
rás sem bæði nærir innra augað og
viðheldur eðlilegum augnþrýstingi.
Kristaltær, sykurríkur forhólfs-
vökvi síast úr blóðrásinni inn í aft-
urhólf augans, flæðir um ljósopið
fram í forhólfið. Forhólfsvökvinn
flæðir um síuvef í forhólfshorninu
og aftur út í blóðrásina.
Brenglun í frárennslinu veldur
þrýstinghækkun. Síuvefurinn í for-
hólfshorninu á það til að þéttast
eða stíflast á efri árum og við það
hækkar augnþrýstingur. Gerist það
yfirleitt á mörgum árum. Bráða-
gláka er hins vegar annað form
gláku og sjaldgæfara. Þar stíflast
frárennslið skyndilega við að lit-
himnan leggst fram yfir forhólfs-
hornið og lokar því, skyndileg
þrýstingshækkun verður og slæm-
ur verkur fylgir.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir því að þrýstingshækkun, og sá
skaði sem hún veldur, verður yfir-
leitt mjög hægfara í auganu. Sá
hluti augans, sem verst þoíir hækk-
aðan þrýsting er sjóntaugarósinn,
þar sem taugasímarnir sameinast
og sjóntaugin á upptök sín. Háræð-
ar leggjast saman og sjóntaugin
skaðast bæði af þeim sökum og
eins þola taugasímarnir sjálfir illa
þrýsting. Taugin rýrnar smám sam-
an vegna þrýstingsáhrifanna og
sjónsviðsskemmdir verða. Hliðar-
sjónin daprast svo hægt að viðkom-
andi gerir sér ekki grein fyrir skað-
anum fyrr en mjög seint.
Undir lokin skaðast síðan skarpa
sjónin, lessjónin, og blinda er þá
jafnvel skammt undan. Það er
hreint ótrúlegt hve mikið sjóntapið
er oft orðið, þegar fólk finnur loks-
ins fyrir því og leitar augnlæknis.
Glákublindan er alblinda, fái glák-
an að þróast.
Orðið gláka er þýðing á glauc-
oma, sem aftur er dregið af gríska
orðinu glaukos en það þýðir blár
eða blágrár. Þarna er átt við sjáald-
ur glákuaugans, sem mönnum
fannst blárra eða blágrárra en svart
sjáaldur sjáandi augna.
Guðmundur Hannesson læknir
benti í upphafi aldarinnar á óvenju
háa blindutíðni íslendinga miðað
við aðrar þjóðir. Hann var einnig
fyrstur manna til að benda á það á
prenti að gláka væri aðalorsök
blindunnar.
Fyrsti íslenski augnlæknirinn,
Björn Olafsson, hóf störf í Reykja-
vík fyrir rétt rúmri öld, eða 1894.
Hóf hann þegar augnlækningaferð-
ir um landið, en þær marka upphaf
sérfræðiþjónustu við landsbyggð-
ina og eru einnig ein meginstoð
greiningar og meðferðar gláku hér-
lendis.
Kristján Sveinsson sýndi fram á
það árið 1940 að 3,4 af hverjum 1000
væru blindir, og var þetta mun
hærri tala en erlendis. Tæplega 70%
blindra voru alblindir og rúmlega
70% þeirra voru blindir vegna
gláku.
I doktorsritgerð Guðmundar
Björnssonar frá 1966 er sýnt fram á
að gláka var ekki algengari hér-
lendis en annars staðar í vestræn-
um heimi, en blinda af völdum
hennar var mun algengari á Islandi
á fyrri hluta þessarar aldar en ann-
ars staðar. Með bættri augnlækna-
þjónustu og augnlækningaferðum
um landið batnaði ástandið veru-
lega og var orðið ásættanlegt upp
úr miðri öldinni.
Guðmundur fann að gláka var
nær helmingi algengari hjá körlum
en konum. Bændur, sjómenn og
verkamenn voru í fjórfalt meiri
hættu en menntamenn og iðnaðar-
menn. Hann velti fyrir sér skýring-
unni. Umhverfisþættir eins og
kuldi, útivera og sólarljós hlutu
a.m.k. að einhverju leyti að vera or-
sakavaldar, en því er enn ósvarað
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 27