Heilbrigðismál - 01.10.2005, Page 14
uosspupf seiu9i
ARVEKNISATAK I SJOTTA SINN
Snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder átti frumkvæði að árveknisátaki um brjóstakrabbamein í Bandaríkjunum undir
merki bleikrar slaufu fyrir tólf árum. Síðan beitti fyrirtækið sér fyrir hliðstæðu átaki í öðrum löndum og hér hófst
það haustið 2000.
SÖLUVÖRUR. Rúmlega þrjátíu verslanir
sem selja vörur frá Estée Lauder hér á landi
hafa lagt átakinu lið með því að selja hluti og
safna fé í sérmerkta söfnunarbauka til ágóða
fyrir málefnið. Það fé sem safnast er notað til
verkefna sem valin eru af Krabbameinsfélaginu
og Samhjálp kvenna í samvinnu við Artica.
2000: Seldar töskur, merktar átakinu. Ágóðinn
rann til að halda námskeið fyrir sjálfboðaliða
Samhjálpar kvenna og til að auka almenna
fræðslu um sjúkdóminn, gefa út fræðslurit og
efla starf samtakanna, m.a. á landsbyggðinni.
2001: Seldir leðurhanskar, merktir átakinu.
Ágóðinn var m.a. notaður til að gera sturtuspjöld
með hvatningarorðum og leiðbeiningum um
sjálfskoðun.
2002: Seldir ullartreflar með merki átaksins.
Ágóðinn var notaður til að kosta gerð fræðslu-
myndbands um gildi brjóstaskoðunar og brjósta-
krabbameinsleitar.
2003: Seldir drykkjarbrúsar, merktir átakinu.
Ágóðinn var m.a. notaður til að Ijúka við gerð
fræðslumyndbands.
2004: Seldar bleikar slaufur. Ágóðinn verður
notaður m.a. til að bæta fræðsluaðstöðu I
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
2005: Seldar verða bleikar slaufur aftur nú í
október.
MANNVIRKI. f októbermánuði árið 2000
sem farið var að lýsa þekkt mannvirki upp I
bleikum lit. Árið eftir tók Orkuveita Reykjavíkur
að sér að kosta lýsingu á einu mannvirki á
höfuðborgarsvæðinu. Þjóðþekkt fólk hefur
verið fengið til að kveikja á lýsingunni. Einnig
hefur verið varpað bleiki Ijósi á mannvirki á
landsbyggðinni.
2001: Hallgrímskirkja í Reykjavík.
2002: Perlan í Reykjavík. Gamla sjúkrahúsið á
(safirði. Hafnarfjarðarkirkja.
2003: Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Sjúkrahúsið
á fsafirði. Sauðárkrókskirkja. Akureyrarkirkja.
2004: Ráðhúsið í Reykjavík og umhverfi Tjarnar-
innar. Sjúkrahúsið á Akranesi. Sauðárkrókskirkja.
Menntaskólinn á Akureyri og KB banki á Akur-
eyri. Egilsstaðakirkja. Bleiksárfoss á Eskifirði.
Reyðarfjarðarkirja. Heydalakirkja í Breiðdal.
Hafnar kirkja ( Hornafirði. Ráðhúsið á Selfossi.
Sparisjóðurinn í Keflavík.
2005: Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefur fallist á að forsetasetrið að Bessastöðum
verði lýst bleiku Ijósi fyrstu dagana í október.
Gert er ráð fyrir að Dorrit Moussaieff forsetafrú
kveiki á lýsingunni. Lýst verður upp á fleiri stöð-
um, m.a Bergið i Keflavík.
SAMSTARFSAÐILAR.
2003-2004: Á öllum afgreiðslustöðum KB banka
hafa verið seldar bleikar slaufur og tekið við
frjálsum framlögum í söfnunarbauka. Ágóðinn
hefur runnið til brjóstakrabbameinsrannsókna.
2003-2004: Verslunin Debenhams hefur látið
hluta af söluverði brjóstahaldara renna til Sam-
hjálpar kvenna.
2003-2004: Verslunin La Senza bauð
viðskiptavinum sínum ókeypis brjósta-
mælingu og lagði fram fé til að styrkja
brjóstakrabbameinsrannsóknir.
2004: Verslunin B-Young seldi sérstaka stutt-
ermaboli. Ágóðinn var notaður til að bæta
tækni til myndgreiningar á Rannsóknastofu
Krabbameinsfélagsins I sameinda- og frumu-
líffræði.
2004: Verslunin Aveda seldi snyrtivörur til
stuðnings Samhjálp kvenna.
2005: Golfsamband íslands skipulagði sölu á
bolum og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
annars vegar og Golfklúbbur Hornafjarðar hins
vegar héldu sérstakt bleikt golfmót I júni: Bleiki
bikarinn
2005: Freisting, klúbbur matreiðslumanna
og bakara, skipuleggur hátíðarkvöldverð í
Gerðarsafni 30. september, til styrktar barátt-
unni gegn brjóstakrabbameini.
14