Heilbrigðismál - 01.10.2005, Síða 25

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Síða 25
HemT BÆTA HEILSUNA Grænmeti er orkulítil fæða sem veitir manninum ýmis mikilvæg næringarefni svo sem C- vítamín og fólasín. En í plöntuafurðum er einnig fjöldi annarra efna en næringarefna og hafa sum þeirra virkni í líkamanum. Þau efni sem hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks, án þess að um næringarefni sé að ræða, kallast plöntuhollefni. Á síðustu árum hefur athygli beinst að andoxunarefnum í grænmeti en þau veita vörn gegn skaðlegum efnum (líkamanum. Fjöldi rannsókna bendir til þess að grænmeti og ávextir geti átt þátt I að koma I veg fyrir sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og vissar tegundir krabbameina, einkum í meltingarvegi. Korn skiptir einnig máli þótt það hafi ekki verið eins mikið rannsakað. Það er því rík ástæða til að hvetja til aukinnar neyslu grænmetis, ávaxta og korns. GRÆNMETISNEYSLA BÆTIR HEILSUNA Talið hefur verið að hægt sé að koma í veg fyrir 20-40% allra krabbameina í Bandaríkjunum með breyttum fæðuvenjum. Samkvæmt þessu eiga aðeins reykingar stærri þátt í myndun krabbameina. Aukin neysla grænmetis og ávaxta ein og sér er talin geta komið í veg fyrir 20% krabbameina. Þær tegundir grænmetis og ávaxta sem einkum hafa verið tengdar við lækkaða tíðni krabbameina eru kál (sérstaklega spergilkál, höfuðkál og rósakál), blaðgrænmeti, tómatar, gulrætur og sítrusávextir. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur talið litla grænmetis- og ávaxtaneyslu vera meðal sjö helstu áhættuþátta ótímabærra dauðsfalla í Evrópu. Grænmeti er mikilvægur hluti af fjöl- breyttu fæði. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim Þær tegundir grænmetis og ávaxta sem einkum hafa verið tengdar við lækkaða tíðni krabbameina eru kál, blaðgrænmeti, tómatar, gulrætur og sítrusávextir hvetja þvl til aukinnar neyslu grænmetis og ávaxta. Neysla Islendinga á þessum hollu vörum er ennþá of lítil þótt hún hafi farið vaxandi á síðustu árum. ANDOXUNAREFNI OG ÖNNUR HOLLEFNI Athyglin beindist lengi vel mest að þeim efnum í jurtum sem eru næringarefni fyrir manninn. I plöntum er mikill fjöldi efna sem verður til við efnaskipti. Plöntur framleiða einnig efni til að verjast utanaðkomandi áreiti eins og sjúkdómum og skaðvöldum. Á seinni árum hefur svo komið í Ijós að önnur efni en næringarefni geta verið virk í mannslíkamanum. Plöntuhollefni geta haft frumudrepandi áhrif, haft áhrif á veirur og unnið gegn stökkbreytingum. Þessi efni eru I grænmeti, ávöxtum, korni, baunum, hnetum, kryddjurtum og tei. Af þessum efnum eru andoxunarefnin þekktust. Talið er að andoxunarefni veiti vörn gegn skaðlegum áhrifum efna sem stuðla að oxun í líkamanum. Ef andoxunarefni skortir í líkamanum er hugsanlegt að heilsufarsleg vandamál fylgi í kjölfarið. Sum andoxunarefni eru jafnframt næringarefni eins og C-vltamín og E-vltamln. Allir kannast við ráðleggingar um það að borða fjölbreytt úrval grænmetis sem er mismunandi á litinn. En hvaða máli skipta þessir litir? Karótínlð, litarefni sjálfrar náttúrunnar, koma hér mjög við sögu. Þau eru fjölmörg og gefa liti frá rauðu yfir I gult. Sum karótíníð, eins og beta-karótln, hafa A-vltamínvirkni í Ifkamanum. Rauða litarefnið I tómötum heitir lýkópen. Bláan lit bláberja má rekja til antósýanínefna, en þau hafa andoxunarvirkni. Þannig mætti áfram telja. Litsterkt grænmeti er oft auðugt af hollefnum og vítamínum. Taka má tómata sem dæmi. Rauða litarefnið í þeim heitir lýkópen, en það er öflugt andoxunarefni af flokki karótíníða. Talið er líklegt að lýkópen veiti vörn gegn hjartasjúkdómum og sumum krabbameinum. ÍSLENSKT GRÆNMETI HEFUR SÉRSTÖÐU I hverju felst sérstaða íslensks grænmetis? Nálægðin við markaðinn kemur fyrst upp í hugann. Það er því mögulegt að senda nýtt innlent grænmeti á markað daglega. En aðstæður til ræktunar á Islandi eru að mörgu leyti sérstakar, nefna má erfið birtuskilyrði, lágan umhverfishita og ræktun í gróðurhúsum. Grænmeti ræktað á norðlægum slóðum getur haft aðra samsetningu en það sem ræktað er í suðlægari löndum. Hægur vöxtur í langan tíma gæti aukið styrk efna. Hugsanlegt er að íslensk náttúra og framleiðsla skili afurðum með samsetningu sem er sérstök, t.d. varðandi plöntuhollefni. Ýmsir þættir svo sem sólarljós, þroski, geymsluskilyrði, árstími, landssvæði og vinnsla hafa mikil áhrif á myndun þessara efna. Sum hollefni verja plöntur gegn ytra áreiti og notkun varnarefna gæti þvl dregið úr myndun þeirra. Þetta kann að hafa þýðingu þar sem notkun varnarefna er lltil eins og á íslandi. Grein eftir Ólaf Reykdal matvælafræðing hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti. Hann hefur áður skrifað í Heilbrigðismál, m.a. um herta fitu (3/1999), lýkópen (3/1998) og kalk (2/1993). Heimildaskrá má fá hjá höfundi (olafurr@iti.is). 25

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.