Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 32
HEILSUMOLAR X. T? UM FJÖRUTÍU ' • ^NN VEtTINGASTAÐIR í ^prV X>? ' REYKJAVÍK ERU ORÐNIR PE: REYKLAUSIR, MEÐAL HT’''" ANNARSAMERICAN \ \ Vf^- ^ . , STYLE, KENTUCKY FRIED ^ 'r"- CHICKEN, MCDONALD'S, _ SUBWAY OG KAFFITÁR. Éc Jp-cC tSc MATUR OG DRYKKUR í HREINU LOFTI íslendingar hafa á undanförnum áratugum verið í fararbroddi þjóða heims varðandi takmarkanir á reykingum á stöðum þar sem almenningur leitar aðgangs vegna ýmiss konar þjónustu og einnig á mörgum vinnustöðum. Nú er komin röðin að veitingastöðum. Um áttatíu veitingastaðir hér á landi eru reyklausir, samkvæmt skrá Lýðheilsustöðvar, en nokkur hundruð aðrir staðir hafa ekki enn tekið ákvörðun um að bjóða gestum sínum að njóta matar og drykkjar í hreinu lofti. Sumir telja að ekki verði veruleg breyting á ástandinu nema sett verði lög sem banna reykingar á veitingastöðum. Á síðasta þingi lagði Siv Friðleifsdóttir fram frumvarp í þeim tilgangi. Það hlaut ekki afgreiðslu Alþingis en margir lýstu stuðningi við það, meðal annars Efling, Krabbameinsfélagið, Landlæknisembættið, Læknafélagið og Vinnueftirlitið. Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í vor var samþykkt „að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmti- stöðum frá og með 1. júní 2007". Nú mun unnið að undirbúningi nýs lagafrumvarps, sem væntanlega verður lagt fram á Alþingi í haust. Reykingar hafa verið bannaðar á veitingastöðum í mörgum löndum. Bann tók gildi á síðasta ári á írlandi, á Möltu og í Noregi, á þessu ári á Ítalíu og í Svíþjóð og á næsta ári kemur röðin að Skotlandi, Spáni og Tékklandi. Þriðjungur fylkja í Bandaríkjunum hefur bannað reykingar á veitingastöðum og flest fylki Kanada. Sama máli gegnir um Ástralíu. Af öðrum löndum má nefna að reykingabann er á veitingastöðum i Hong Kong, íran, Kúbu, Nýja Sjálandi, Singapúr og Úganda. Rætt er um að reykingabann taki gildi á næsta ári á Englandi, í Danmörku og í Finnlandi. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að óbeinar reykingar auka hættu á krabbameini og hjartasjúkdómum um 20-30%. Samkvæmt nýrri íslenskri könnun má búast við aukinni aðsókn að veitingastöðum þegar þeir verða reyklausir. REYKI EINN ... REYKJA ALLIR" „Með bættum rannsóknaraðferðum hefur sést æ betur að ef eínn reykir í þröngu rými reykja allir. Þeir sem reykja ekki en þurfa að anda að sér lofti menguðu tóbaksreyk eru því í vissum skilningi að reykja þó að þeir hafi ekki kosið sér það sjálfir... í Ijósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um skaðsemi af óbeinum reykingum hljóta það að vera sjálfsögð réttindi starfsfólks á öllum vinnustöðum að það geti sinnt sínu starfi í reyklausu rými." Úr umsögn Landlæknisembættisins í mars 2005 um frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum. ÞYNGDIN SKIPTIR MÁLI Þrír af hverjum fjórum Bandaríkja- mönnum gera sér ekki grein fyrir því að ofþyngd og hreyfingarleysi eru talin eiga þátt í þriðja til fimmta hverju tilfelli af krabbameini í brjóstum, ristli, legbol, nýrum og vélinda, samkvæmt upplýsingum sem American Institute for Cancer Research birti í sumar. Stofnunin mælir með því að fólk hreyfi sig reglulega og auki hlutfall grænmetis, ávaxta og kornmetis í fæðunni. Ef það dugar ekki til er gefið það ráð að minnka matarskammtana smám saman. Einnig er varað við of mikilli neyslu á salti, fitu og rauðu kjöti. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að miða eigi við að þeir sem eru nálægt réttri þyngd við átján ára aldur þyngist ekki um meira en fimm kílógrömm eftir það. Wel ’ns een banaan met overgewicht gezien? Lekker in je vel met groenten en fruit. Hollendingar hafa verið að hvetja til aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum með auglýsingaherferð sem vakið hefur athygli. Á þessu veggspjaldi er spurt: Hefur þú séð feitan banana? Því er svarað neitandi vegna þess að bananar eru fitulausir. EKKI OLLU LOKIÐ íslenskir karlar sem nú eru 65 ára geta vænst þess að lifa í tæp 18 ár til viðbótar, að meðaltali, og konur í tæplega 21 ár, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Þeir karlar sem ná 80 ára aldri mega búast við tæplega 8 árum til viðbótar og konurnar rúmlega 9 árum. 32

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.