Samtíðin - 01.03.1942, Side 12

Samtíðin - 01.03.1942, Side 12
8 SAMTÍÐIN Steindór Steindórsson frá Hlöðum : EINN ER sá auður, ei' íslenzk öræfi eiga og aldrei verður (il fjár metinn í krónum eða aur- um, og eigi verð- ur honum lieldur grandað, meðan Steindór Steindórsson eyja vor stendur upp úr sæ, og sá auður er fegurð ör- æfanna. Þar birtist náttúraíi sjálf i aíli'i sinni tign, ósnortin og mikil- fengleg. Islenzk öræfanáttúra er óvenjulega auðug í nekt sinni. Hún veitir þeim, er á hennar fund leita, af ótæmandi nægtabrunni fegurðar sinnar, og hún fullnægir liinum fjarlægustu kröf- um. Sumir menn heillast af auðn og hrikaleik, gínanidi hömriun og hengi- flugum, jökulhreiðum, tindum, gljúfrum og gjám. Allt þetta á íslenzk öræfanáttúra í ríkulegum mæli. Aðr- ir eru þeir, sem sækjast eftir skjóli og hlýju, þeir njóta hezt tilverunnar í skrúðgrænum blómabrekkum. eða kjarri klæddum hlíðum við hjal silf- urtærra linda og lækja. Ekki fara þeir bónleiðir af fundi íslenzkrar öræfa- náttúru. Og óvíða mun fyllri kvrrð vera að finna en við hjartaslað öræl- anna. Enn aðrir njóta bezl hins stór- felldara strengjaspils hrynjandi fossa og ólgandd elfa, þeir njóta hamfar- anna í náttúrunni, hverjar og hvernig og orkulind sem þær eru. Þeir þrá að komast í „ærlegt regn og íslenzkan storm á Kaldadal“. Margur er sá Kaldadalur- inn, er veitt getur þeim þá ánægjuna og kennt þeim að „finna hitann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að standa á mót.“ Og þegar menn eru orðnir leiðir á þrengslum dalanna og þykir útsýnið þröngt og skammt til veggja, þá eiga öræfin ómælislönd, þar sem „víðsýnið skin“. Þannig er fjölbreytni öræfanna ó- endanleg, og auður fegurðar þeirra takmarkalaus. Litadýrð þeirra og Ijósbrigði eru víða svo fjölbreytt og furðuleg, að ótrúlegt þykir öllum þeim, sem eigi hafa sjálfir reynt. Og inni í miðju hálendi landsins, í ör- skotshelgi jökla og háfjalla, liittum vér sjóðheita hveri, sem eru eins og skapaðir til þess að láta beizla sig og nota seni heilsulindir þreyttu fólki og taugaveikluðu úr vs og öngþveiti stórhorgalifsins. Allt eru þetta atriði, sem menn eru smám saman að láta sér skiljast het- ur. Eftir því, sem þröngbýlið eykst, og maðurinn í sínu daglega lífi hlýtur að slitna frá hinu nána samlífi við náttúruna, þá eykst löngun hans og þörf til þess að liverfa til hennar aftur um skeið og sækja þangað nýjan þrótt. Hann kemur aftur af þeim fundum hvíldur og hress og starf- hæfari en áður. Þær raddir heyrast, enda þótt þær Öræfin, aflgjafi

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.