Samtíðin - 01.03.1942, Side 20
16
SAMTÍÐIN
stofnað var til leiksýninga um sýslu-
fundinn. Mun danskur kaupmaður,
sem var hér þá, Ludvig Popp að
nafni, hafa staðið fyrir þeim. Yar
leikið í pakkhúsi, eins og siður var
víða um landð á þeim árum, og var
byrjað á Narfa. Siðan kom Skugga-
Sveinn, sem sýndur hefur verið hér
afar oft, og svo ýmsir aðrir og ýmis
konar leikir. Er oflast leikið á tveim
stöðum samtimis, og eru einar 10
sýningar yfir vikuna, eða jafnvel
fleiri. Stundum hefur komið upp
mikil keppni milli leikfloltkanna.
Þannig var Jeppi á Fjalli sýndur í
tveim húsum samtímis fyrir nokkr-
um árum síðan, en leikliúsgestir
gengu á milli leikhúsanna til að sjá
á hvorum staðnum væri betur leikið.
Annað, sem fvlgt hefur sýslufund-
inum alllengi, eru málfundirnir. Er
langt síðan farið var að flytja fræð-
andi erindi um eitt og annað í sýslu-
fundarvikunni, en árið 1918 var
stofnað félag til að standa fyrir slík-
um erindaflutningi og umræðum um
ýmis nytjamál. Það hét Framfarafé-
lag og átti, eins og nafnið bendir til,
að liefja umræður um ýmis málefni,
er til framfara mættu verða fyrir
land og lýð. Það hafði siðan fundi i
tvö eða þrjú kvöld í sýslufundarvik-
unni og fékk ræðumenn ýmist innan
héraðs eða utan, ýmist bændur, kenn-
ara eða aðra emhættismenn. Eins
liafa ræðuefni verið fjölhreytileg og
margs konar sjónarmið þeirra, sem
þátt tóku í umræðunum. Voru fund-
ir þessir oft fjölmennir og fjörugir,
og andlegar skylmingar sumra eldri
mannanna eru enn i minnum liafð-
ar, og er nú farinn að koma á þær
þjóðsagnablærinn, sem alþýða
manna hér á landi á ævinlega hless-
unarlegar gnægtir af.
Mér er enn í minni fyrsti fundur-
inn, sem ég var á. Það var veturinn
1933. fíg var þá á Höskuldsstöðum
og var fenginn norður, því að þannig
er jafnan leitað lil nýrra manna. Ég
hafði ekki fyrr lokið erindi mínu en
upp i pontuna ruddist Gunnar Bene-
diktsson, fyrverandi prestur og skáld
m. m., og var þá staddur þarna. Hann
héll fram einliverri merkilegri speki,
sem þá gekk meðal kommúnista,
eins og t. d. þeirri, að Rússar mundu
aldrei fara í strið og öðru álíka raun-
hæfu. En þegar hann hafði lokið
spádómum sínum, stóð upp gamall
maður, hár og grannur og mikilúð-
legur og hvítskeggjaður og skegg-
prúður og kvaddi sér hljóðs, og ég
fann, að allir hjuggust við einhverju
góðu. Þetta var séra Arnór i Hvammi.
Hann var ekki myrkur í máli, og ég
man, að hann minntist á menn, sem
gætu ]iað helzt, að gera kröfur, en á
hvern? Gjaldþrola rikissjóð, sem
liéldi þeim þó uppi, þessum mann-
görmum, svo að þeir kæmust norður
í land kjaftandi, Ijúgandi og svíkj-
andi. Margir töluðu, og var fjör og
líf i tuskunum og fundarsalurinn al-
skipaður.
Framfarafélaginu héldu rnjög uppi
síðustu árin tveir menn, þeir Jónas
Kristjánsson læknir og Pétur Sig-
hvats símstjóri. En þegar Pétur dó
og Jónas fluttist hurt, arfleiddi félag-
ið Sýsluhókasafnið að sjóði sínum,
með því sldlyrði, að safnstjórinn
héldi uppi fundum með líku sniði og
áður.