Samtíðin - 01.03.1942, Side 19
SAMTÍÐIN
15
ið er allvel birgt af hundum, og hafa
þeir eftirlit með bilaumferðinni.
Einu sinni rakst ég á klárinn minn
inni á barnaleikvellinum. Hann var
að rísa upp af værum næturblundi,
hróðugur yfir þvi, að hafa getað stol-
izt þangað inn um nóttina.
Þessir ferfættu vinir eiga ef til vill
ekki við menningarsnið bæjarlífsins,
en ekki get ég neitað því, að gaman
er að mæta þeim, og þeir setja sinn
svip á þorpið okkar. Þetta er nú um
dýralífið að segja.
Þú mætir líka fólki, sem er að fara
til vinnu sinnar; konur fara inn í
garða eða inn á tún, blómarósirnar
fara dúðaðar til vinnu í frystihúsinu,
og úti á bryggju eru sjómennirnir
að koma að. Þar eru kasir af fiski.
Inni í skúrnnum eru lóðir beittar og
stokkaðar. Yfir þorpinu gnæfir
Tindastóll, en út til fjarðarins rísa
þær upp, Drangey og Málmey, í eilífu
tillmgalífi við Þórðarhöfða og dregur
ekki saman með þeim.
Þannig er þetta friðsæla þorp,
nema hvað það skiptir um ham eftir
árstíðum og svo skiptir það um. svip
einu sinni á ári í nokkra daga og
nokkrar nætur. Þá heitir sæluvika.
Skólarnir hætta störfum, híbýli
manna fjdlast af gestum, götulífið er
likast og í stórborg, ös í búðum,
skrautritaðar auglýsingar eru festar
upp í búðareluggum og á öðrum á-
berandi stöðum. Blöð eru að vísu
ekki seld á götunum, en í þeirra stað
eru seldir fiölritaðir pésar, ýmist
gamanvísur eða annað andlegt sæl-
gæti, drengir skjótast með auglýsing-
nr í húsin, til þess að allir geti fylgzt
með þvi, sem er að gerast. Barna-
skólabjölhmni er hringt í ákafa um
enidilanga götuna, því að tombóla á
að liefjast í barnskólanum. Svo má
búast við því, að andinn komi yfir
Runólf prédikara, og þá tekur hann
sér stöðu þar sem fjölfarnast er, veif-
ar biblíunni og hefur upp sina miklu
raust og vistar allan söfnuðinn í
helvíti. Heyrist sterk rödd hans um
endilangt þorpið, enda er hann þá
vís til að færa sig þannig, að enginn
afkimi verði útundan.
Yið, sem eigum hér heima, þekkj-
um Runólf, og þó er eins og sópi
fyrst að honum, þegar liann er kom-
inn inn í miðja ös sýslufunidarvik-
unnar.
Annars er eins og allt sé í upp-
námi hér þessa daga. Við, sem þykj-
umst góð að geta hýst einn eða tvo
næturgesti, ef á liggur, höfum þá nú
ef til vill 6 eða 8, og dæmi veit ég til
þess, að fólk, sem vakað hefur á balli
alla nóttina, fer að hátta að morgni í
rúm skikkanlegra borgara, þegar
þeir ldæða sig. Stundum eru menn
líka í j)ví ástandi, að |)eir rekast eklci
svo mjög í því, hvar jieir velta út af.
Þetta gengur á ýmsu.
Hvað er nú þetta, sem fólk sækist
svo mjög í, bæði Skagfirðingar og
aðrir?
Fvrst er að nefna sjálfan sýslu-
fundinn. Utan um liann hefur allt
hitt hnoðazt, enda er hann að kafna
í umbúðunum. Komið hefur meira
að segia til orða, að hafa sýslufundar-
viku án sýslufunidar, en hefur ekki
enn verið framkvæmt. Sæluvikan er
tengd sýslufundinum, enda liófst
hún þannig, að tekin var upp sú ný-
breytni fyrir um 60 árum síðan, að