Samtíðin - 01.09.1942, Page 10

Samtíðin - 01.09.1942, Page 10
6 SAMTÍÐIN ins af Cra'wford (Bibliotheca Lin- desiana). Af síðarnefndu bókinni voru aðeins prentuð 10 eintök, en bins fyrrnefnda er ekki getið i bók- fræðiritum. Þá má enn fremur nefna þessar bækur: Skálholts-útgáfuna af Land- námu (frá 1688) og Ölafs sögu Trijggvasonar (frá 1689), Guð- brandsbiblíu (frá 1584), Súmmaríu gfir Nýja testamentið (prentuð á Núpufelli 1589). Súmmaríu yfir Gamla testamentið (pr. á Núpufelli 1591), Súmmaríu yfir Spámanna- bækurnar (pr. á Hólum 1602), og Gautreks sögu, sem er elzta útgáfa íslenzks fornrits (Uppsölum 1664). Sem dæmi um fágæt smárit í safni Benedikts má nefna: Spilabók, sem kennir að spila Domino og Gná-spil, einnig Skák, Damm o. fl. Kostnað- armaður Jósef gullsmiður Gríms- son (Akureyri 1858). Og sem dæmi um dýrindi í safninu vil ég nefna þella m.a.: Lofsöngur í minningu íslands þúsund ára. Kveðið hefur Matthías Jochumsson. T.agið samdi Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Reykja- vík 1874). Af útlendum ritum safnaði Bene- dikt einkum því, er snerti Island eða islenzk efni. Til dæmis átti liann öll rit William Morris. Af bókum frá Kelmscott Press, sem Morris stofnaði, eru hér: Tlie earthly Para- dise, Beowulf og verk Chaucers, sem er geysidýr bók. Þetta er nú allt stórlega athygli- vert, en áður en við snúum okkur frá þessu efni, vil ég geta þess, að í safni Arwids Johannsons, sem áður er getið, er geysimikið af rit- um um samanburðarmálfræði, eink- um indogermönsk mál. Þetta safn fyllir því skarð í safni Finns Jóns- sonar, því að bann átti lítið af bók- um varðandi málfræði annarra þjóða en hinna norrænu. Johannson átli m. a. stóra sanskrítorðabók eftir Böbtling og Rotli (7 bindi), sem nú er auglýst á fornbókamarkaði í Englandi fyrir 30 sterlingspund. — llvernig befur Háskólabóka- safnið verið skipulagt? — Bókum þess hefur verið rað- að eftir liinu svonefnda Deweys- kerfi, sem telja má þraulreynt og hagkvæmt. Langauðugast er safnið vitanlega af bókum í þeim fræði- greinum, sem kenndar eru við Há- skólann. — Hvernig liefur aðsóknin að safninu verið? Lestrarsalurinn hefur verið opinn kt. 1—7 síðd. hvern virkan dag, og aðsókn að honum hefur verið sem hér segir siðastl. háskóla- ár: I okt. 1941 841 - nóv. 1941 982 - des. 1941 509 jan. 1942 617 febr. 1942 926 - marz 1942 940 apríl 1942 699 - maí 1942 340 Samtals 5854 gestir - Eyksl bókakostur safnsins mikið? Safnið má heita á byrjunar- stigi, en allar líkur eru til, að bóka- kostur þess vaxi ört á næstu árum. Vorþingið 1941 setti þau lög', að

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.