Samtíðin - 01.09.1942, Síða 11

Samtíðin - 01.09.1942, Síða 11
SAMTÍÐIN 7 ])að skyldi fá ókeypis 1 eintak af öllum þeim bókum, sem prentaðar eru hér á landi. Þar með á safnið að geta af sjálfu sér tekið þar við, sem Benedikt Þórarinsson hætti. Auk þess veitir Sáttmálasjóður Há- skóla í'slands safninu árlega nokkra fjárhæð til hókakaupa og hókhands. Fyrir það fé eru einkum kevpt er- lend vísindarit í þeim greinum, sem kenndar eru við Háskólann. Enn fremur hafa safninu horizt ýmsar hókagjafir, m. a. ein mjög myndar- leg (enskar hækur) frá British Gouncil. — Hvað um bókavörzluna? — Auk mín hafa 2 stúdentar unn- ið hér á safninu tvær stundir á dag hvor. Þegar stúdentar liafa fengið leyfi til að sitja í lestrarsal að morgni dags (kl. 9—12 árd.), hafa þeir lagt sér til sérstaka gæzlumenn. — Telur þú, að safnið sé nú vel hirgt að hókum? — Því fer fjarri. Ég er þó eng- an veginn að gera lítið úr þvi, sem við eigum, því að það er bæði mik- ið og merkilegt. Bækur Finns Jóns- sonar og Benedikts Þórarinssonar eru með öllu ómetanlegar. En nú þarf við að hæta. Fyrst og fremst þarf að fvlla í eyðurnar að því, er snertir hækur frá fvrri árum. í norrænum fræðum þarf t. d. að gera kerfisbundna athugun á því, hvað helzt vantar, og reyna eftir föngum að hæta úr því. Þá eru aðrar aðal- fræðigreinirnar, sem kenndar eru við Háskólann. í þeim væri nauð- synlegt, að gerð væru stórfelld bóka- kaup, til þess að létta undir rann- sóknir í þeim vísindum hér á landi. Það þarf ekki að taka fram, að til slíks þarf mikið fé og meira en nú er fvrir hendi. Háskólabóka- safnið á að verða lyftistöng ís- lenzkra visindaiðkana. Slíkt getur það að vísu ekki orðið í skjótri svipan, en að því her að vinna sem ölullegast, og á því marki má aldr- ei missa sjónar. FJÖLMARGAR vísindalegar rannsóknir hafa sannað mönnum, hversu mikil áhrif fæðan hefur á líkamann og þar með heilsu fólks, en auk þess á andlegan þroska barna og unglinga. Samanburður á tveim hópum skólabarna, sem höfðu sama fæði, að því undanteknu, að annar fékk % litra af nýmjólk á dag, en hinn enga, leiddi í ljós, að börnin, er mjólkina fengu, þyngd- ust meira og hækkuðu, fengu miklu síður næma sjúkdóma og tóku meiri framför- um við námið en hin, sem enga fengu. Pað er enginn efi á því, að rétt notk- un mjólkur og mjólkurafurða i daglegu fæði er eitthvert hið mikilvægasta ráð til ])ess að efla hreysti og heilbrigði þjóð- arin nar. Dr. A. Tanberg. Amerískur lögfræðingur varði ný- lega kommúnista fgrir, rétti. Úti fijr- ir réttarsalnum sagði kunningi lians við liann: - Ekki hélt ég, að þú værir kommúnisti? Lögfræðingurinn: — Margan morðingjann hef ég nú varið fyrir rétti, en aldrei lief ég verið kallað- ■ur morðingi. Á legsteini frægs hljómsveitar- stjóra gat að lesa þessi orð: — Loks sló timans tönn taktsláttumanninn.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.