Samtíðin - 01.09.1942, Síða 16

Samtíðin - 01.09.1942, Síða 16
12 SAMTÍÐIN ekki um neinar eiginminningar að ræða, og sé ég þvi ekki aðra jafn- færa skilningsleið og þá, að draum- ur þessi, sem er mjög algengrar teg- undar, hafi verið tilkominn fyrir vitundarsamband mitt við einhvern, sem hafði fyrir augum sér skógi- vaxna fjallshlið ámóta kunna sér og hin skóglausa fjallshlíð er kunn mér. En þó að ég geti nú ekki bent á, hvar þessi fjallshlíð sé og að margar draumsýnir séu þannig, að þær geti ekki átt við á þessari jörð, þá þykir mér það nokkur sönnun fyrir veruleik hennar og annarra draumsýna, að komið hefur fyrir, að menn hafi dreymt það, sem síð- ar var vitað um, að annar maður lifði í vöku. Skal nú segja hér eitt dæmi slíks. Bóndi nokkur missti aðra kúna sina, meðan hann var í eftirleit inn á afrétti. Var systir hans yfir kúnni þar til um nóttina, að kýrin dó eða var aflífuð. Fór stúlkan þá inn og sagði móður sinni, hvernig komið var. En sömu nóttina dreymdi bónd- ann, líklega um leið og liann vakn- ar, að hann heyrir sagt: „Nú er hún dauð, þessi belja,“ og vissi hann um leið, við hvaða helju var átt. Var munað á eftir, að systir hans hafði einmitt haft þessi orð, þegar hún sagði kýrlátið, og dreymir hóndann þvi hið sama og það, sem líklega alveg samtímis kemur fram við móður hans. Það er mjög algengt, að menn líti á drauma sína sem fyrirboða, og kom sú skoðun fram hjá Guðmundi skáldi Friðjónssyni í grein um drauma, sem birtist eftir hann í „Samtíðinni“ í vetur. Þjrkir honum dr. Helgi „seilast um hurð til lok- unnar“ með því, að ætla drauma og vitranir eiga rót sína að rekja til íhúa á öðrum jarðstjörnum, og hefði víst mörgum þótt líkt í fyrnd- inni, ef einhver hefði þá sagt or- sakir flóðs og fjöru og annarra hreyfinga í lofti og legi eiga rót sína að rekja til tungls og sólar. En i sambandi við fyrirhoðadraumana, sem margir gera reyndar of mikið úr, skal hér segja þetta eitt: Það eru „til aðeins tvær aðalleiðir fyrir hvern til að vita. önnur er sú, að afla sér vitneskjunnar sjálfur af eigin rammleik, en hin er að þiggja liana af öðrum. Og vitrist manni nú eitthvað, sem enginn á þessari jörð getur vitað um, eins og t. d. um ó- orðna atburði, þá hlýtur sú vit- neskja, í hvaða mynd, sem hún berst, að hafa borizt manni frá ein- hverri æðri vitund en nokkrum þeim, sem þessa jörð byggir. — Hve langt ev síðan þú byrjað- ir að spila golf? — Mánuður. — Nú, þú ert orðinn furðu góð- ur, kalla ég. — Þó það nú væri, eftir fjögra ára óslitið nám. Skótavörðustíg 10. Rvík. Sími 1944, Pósthólf 843.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.