Samtíðin - 01.09.1942, Side 19

Samtíðin - 01.09.1942, Side 19
SAMTÍÐIN 15 það var, en það eru um það bil 10 ár síðan. Ég er búinn að gleyma, hvað liann bét. Skírnarnafnið var vísl Jón. Ekki man ég nú, hvers vegna hann var sendur hingað. Eilt- hvað var það út af stjórnmálaaf- skiptum. Hann var dæmdur til ævi- langrar fangelsisvistar i einbýlis- klefa. Þetta var ungur maður af mjög góðum ættum. Ég var hér fangavörður, þegar komið var með liann hingað. -—- Jón, sögðu þeir við jnig, — Jón, þessi á nú að fara í svartholið. (Það var þessi klefi kall- aður, svartholið). Hann má engin afskipti hafa af neinum. Ævilangt fangelsi. Lokaðu liann inni! Svo ég sagði: — Það verður nú ekki auð- hlaupið fvrir liann að komast út úr þessum, sagði ég. Ég' hef alltaf gert skyldu mína, guði sé lof. Það hef ég gert, herrar mínir. .Tæja, í fyrstu mælti hann ekki orð frá frá vörum. Þetta var allra prúðasti maður, skal ég segja ykk- ur. Ilann leit á mig með fullkom- inni lítilsvirðingu, þegar ég færði honum matinn. En ég sagði við sjálf- an mig: Bíddu við, heiðurskarlinn. Þú þakkar fyrir að mega tala við mig fvrr eða síðar. Og það fór eins og mig grunaði. Eftir að hann hafði setið hér í mánuð, sagði hann við mig einn niorgun: -— Hvaða dagur er í dag? En engin afskipti af öðrum þýðir sama sem ekkert samtal, svo ég anz- aði engu og fór út. Daginn eftir sag'ði liann: — I öll- um guðanna hænum segið þér mér, hvaða dagur er í dag? Er ég húinn að dúsa liérna í heilt ár? Þá gat ég ekki varizt lilátri. Heilt ár! Og liann var ekki húinn að vera hér í fimm vikur! Þegar tveir mánuðir voru liðnir, vildi liann fyrir hvern mun, að ég talaði við sig. Já, herrar mínir, ég er ekki annað en lítilmótlegur fangavörður, en ég man þá tið, að aðalsmenn krupu á kné fyrir mér. Hann féll á kné fyrir framan mig og sagði: -— í öllum guðanna bæn- um talið þér við mig! En ég hristi höfuðið. Skylda er skylda. Ég heyrði hann ýmist gráta eða hlæja. Þetta hefur ef til vill verið harkaleg með- ferð, lierrar mínir, en ef mér er fyrirskipað að hafa hér fanga í haldi án þess að tala við hann, þá hef ég liann hér í haldi án þess að tala við hann. Eflir að hann hafði verið liér í þrjá mánuði, fór hann að hjóða mér fé. — Verið miskunnsamur, sagði Iiann. — Verið náðugur! Talið, og ég skal horga yður vel fyrir það. Ég sver yður, að ég er saklaus. Ég skal horga yður margar þúsundir. Ég skal horga yður þúsund fyrir orðið, eitt orð. En ég læt ekki múta mér, og auk þess gat ég ekki séð, hvaðan hann ætti að fá þessar þús- undir. Jæja, herrar mínir, eftir þetta talaði hann hálfgert óráð og liafði töluvert hátt. En loks þagnaði liann aftur. Mér var sagt, að ekkert gerði til, þó að liann stytti sér aldur. Hann hafði lmíf, gaffal, skeið og þess hátt- ar. Einn morgun bað hann mig um annan liníf. Ég leit á hnífinn, sem hann hafði haft, og sá, að liann var eyddur upp að skafti. Já, já, hugs-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.