Samtíðin - 01.09.1942, Qupperneq 20

Samtíðin - 01.09.1942, Qupperneq 20
16 SAMTlÐIN aði ég. Hann er að reyna að búa sér til sniugu út úr klefanum, og ég fór að hlæja, því að þessir veggir eru úr traustu graníti, fjórtán feta þykkir, og fyrir ofan þá er vatnið í virkisgröfinni. Ég lýsti allt í kringum mig og sá, að hann hafði verið að reyna að rissa andlitsmynd á vegginn. Það var alveg eins og þelta andlit væri lifandi. Ilann var að revna að hafa af fyrir sér, sem maður segir. Ég gerði nú fyrirspurn um það, hvort ég mætti láta liann fá annan lmíf, því að ég hafði ekki fengið nein fyrirmæli um slíkt, og að lokum færði ég lionum hnífinn, og þá ró- aðist hann. Yikulega, eða því sem næst, var liann vanur að hrópa: — Er ég hú- inn að vera hér í tiu ár? og •— Er ég búinn að vera liér í tuttugu ár? og — Er ég ekki orðinn gráhærð- ur? En liárið rotnaði smátt og smátt af honum eftir því, sem fram liðu stundir. Hann hélt áfram að rissa þessar myndir sínar á veggina, eins og þið sjáið, hvert andlitið á fæt- ur öðru, hvern manninn eftir ann- an. Það er alveg furða, hvað hon- um hefur tekizt þetta vel, þegar á ])að er litið, að hann gerði þetla alll í myrkrinu, því við létum hann aldr- ei liafa ljós. Mér voru ekki gefnar neinar fyrirskipanir um það. En hann stytti sér slundir með þessum litskurði. Hann eyðilagði svo marga linífa, að við létum hann hafa tréhníf til þess að éta með og fengum honum gamalt naglarusl til þess að rísla sér við. Mörgum nögl- um hlýtur hann að hafa eytt á þess- um veggjum, herrar mínir, öll þau þrjátíu ár, sem hann var hér. VIÐ HORFÐUM á þessa votu, þykku steinveggi. Okkur fannst við hafa eytt þarna óratima. Grafhvelfingarþefurinn þarna inni loddi við skilningarvitin á okkur, og rakt loftið smaug gegnum merg og hein. — Þrjátíu ár, varð mér að orði. — Guð sé oss næstur! — Þrjátíu og sjö, sagði fanga- vörðurinn. — Ég man það núna, að hann var hér í þrjátíu og sjö ár, því það var komið með liann liingað á tiu ára afmælisdegi litlu dóttur minnar. Hann skar út alla veggina. Og vitið þið hvað? Þegar okkur var skipað að flytja hann lil sjúkrahússins fyrir tíu árum — nú er ég viss um, að þið farið að hlæja þá veitti hann öfluga mótspyrnu, hrauzt um og' sparkaði. Hann marði mig á hnénu, það gerði hann. Og vitið þið, hvað piltur sagði? Hann sagði: — Farið þið! Má ég ekki vera hér í friði í fimm mínútur? Ilann dó hérna úti á veginum. Ég hýst við, að hann hafi ekki þolað loftið. Jæja, herrar mínir, ef ykkur er ekkert að vanhúnaði, getum við haldið áfram í áttina til píslarklef- ans. Hvað kom fyrir stúlkuna, sein var í ullarsokkunum? — Ekkert. Upplýsingar góðar gef, ge.gn er oft í slíku, um suðutækin, sem ég hef selt frá Ameríku.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.