Samtíðin - 01.09.1942, Qupperneq 21
SAMTÍÐIN
17
Meredith Johnson:
Læknavísindin gegn sjúkdómum ellinnar
[Nýjustu vísindalegar athuganir i Bandaríkjunum hafa leitt i
ljós, að dauðsföllum meðal eldri kynslóðarinnar þar i landi fer
mjög ört fækkandi og það til þeirra muna, að búizt er við, að
innan (>0 ára muni helmingur allra Bandaríkjamanna verða 45
ára eða eldri. í eftirfarandi grein er skýrt frá hinum merku at-
höfnum Bandaríkjamanna í baráttu þeirra gegn sjúkdómum eldri
kynslóðarinnar.]
NÝLEGA tók til starfa sjúkra-
hús í New York. Er talið lík-
legt, að starfsemi þess eigi eftir að
reynast stórlega mikilvæg. Hór er
um að ræða hvorki meira né minna
en miðstöð í haráttunni gegn hvers
kvns ellisjúkdómum í Bandaríkj-
unum.
Þessu nýja sjúkraliúsi hefur ver-
ið valið glæsilegt nafn: Velferðar-
sjjítalinn. Þar er ekki sinnt öðrum
sjúklingum en rosknu fólki. Til
þessa sjúkrahúss streymir, svo að
hundruðum skiptir, fólk, sem þjá-
ist af nýrnaveiki, sykursýki, gigt,
æðakölkun og öðrum sjúkdómum,
sem einkum ásækja eldri kynslóð-
ina. Sjúklingunum er veitt þarna
fullkomnasta lækning og hezta að-
hlynning, sem völ er á. Lækninga-
tækin eru vitanlega öll af nýjustu
gerð. Meðal annars fá sjúklingarnir
alls konar heilsusamleg höð og Ijós-
lækningar, og þeir eru látnir gera
hollar æfingar. í einni álmu sjúkra-
hússins starfar rannsóknardeild að
því að komast fyrir orsakir elli-
sjúkdómanna og reyna til að finna
ráð gegn þeim.
Stofnun þessa mikla sjúkrahúss
er í fullu samræmi við þá skoðun
þjóðfélagsfræðinga, sem þeir hafa
haldið fram árum saman, að gömlu
fólki sé sí og æ að fjölga vestra,
ekki sízt hlutfallslega, miðað við
tölu æsluilýðsins. Fyrir réttum 100
árum voru 50% af íhúum Banda-
ríkjanna yngra fólk en tvítugt, en
tæj) 3% eldra en 65 ára. I dag eru
aðeins 33% yngri en 20 ára, en tala
gamla fólksins hefur hækkað um
rúman helming eða upp í 6%. Æsku-
mönnum hefur þar af leiðandi fækk-
að, en slikt niun eiga fvrir sér að
hafa allmikil áhrif á ýmsuin svið-
um þjóðlífsins.
Þetta á ekki hvað sízt við um
störf læknanna. Til þeirra streymir
nú roskið fólk í miklu ríkara mæli
en fyrr. I stað yfirgnæfandi fjölda
æskulýðs-sjúkdómstilfella, verða
læknarnir nú að horfast í augu við
aðrar tegundir sjúkdóma, sem taka
að gera vart við sig hjá fólki, þeg-
ar aldurinn færist yfir það. Þetta
hefur leitt til þess, að fjöhji lækna
hefur snúið sér að visindalegum
rannsóknum ellisjúkdóma á rann-
sóknarstofnunum ríkjanna. Elli-
sjúkdómarannsóknir eru að verða
geysi fyrirferðarmikil starfsgrein
vestan hafs á þessari öld.
Hvaða eiginleika þarf ellisjúk-
dómalæknirinn að ciga sér í ríkum