Samtíðin - 01.09.1942, Page 22

Samtíðin - 01.09.1942, Page 22
18 SAMTlÐIN mæli? Fyrst og fremsl þá sömu og aðrir sérfræðingar læknavísind- anna: Hann verður að skilja sjúk- linga sina. Gamalt fólk er oft á- hyggjufullt, og í sálarlífi þess hafa stundum myndazt meinlokur. Þetta fólk á sér oft og einatt sterka lífs- þrá, rétt eins og æskumennirnir. Hiíis vegar er því fullljóst, að það er búið að lifa sitt fegursla og að kraftar þcss eru teknir að þverra. Þess vegna hættir gömlu fólki til að gerasl áhyggjufullt, þegar sjúk- dóma her að höndum. Ef starfslöng- un þess her kraftana ofurliði, er einnig liæll við því, að megn van- líðan skapist. Mönnum er í fvrstu ógeðfelll að hugsa sér, að þeir séu orðnir gaml- ir. Þar af leiðandi munu læknar verða þess varir, að fólk á þessu stigi málsins kallar verki i limum gigt. Andstuttir menn segjast vera með astma, og svefnhöfgi eftir livers konar andlega eða líkamlega á- reynslu er oft nefndur mýrakalda. Seinna lýsa ellimörkin sér þannig, að menn verða mjög eigingjarnir og viljasterkir. Elli er ofl líkt við æsku og er þá sagt, að tvisvar verði gamall mað- urinn barn. Ellisjúkdómalæknar telja slikt fjarstæðukennda sanilik- ingu. Likingin er sáralítil að þeirra dómi. Við vitum öll, hvernig líkam- leg hrörnun lýsir sér. Til dæmis má nefna, að húðin verður lausari í sér og gerist lirukkótt og þunn á blett- um, en neglurnar verðá stökkari en áður. Engir sjúkdómar eru alger sér- fylgja cllinnar. Það villir marga í þessum efnum, að gamlir sjúkdóm- ar taka oft á sig nýja mynd, er sjúk- lingarnir gerast aldurhnignir. Þeg- ar maður hefur gengið með sjúk- leika í 20—30 ár, koma fram sjúk- dómseinkenni, sem ekki hefur áð- ur orðið vart við. Af þessu leiðir, að sami sjúkdómurinn getur virzt gerólíkur i æsku og' elli. Vissri tegund af lungnahólgu fvlg- ir t. d. hár sótthiti, ef menn fá hana á línga aldri. Gamall maður, sem lekur sömu veiki, virðist hins veg- ar oft verða rétt aðeins dálítið las- inn, en fellur svo skyndilega fyrir ofurborð. Gallsteinar, sem reynast óhemju kvalafullur sjúkdómur með- al æskumanna og miðaldra fólks, eru yfirleitl ekki nándar nærri eins svæsnir, þegar gamalmenni eiga hlut að máli. Ellisjúkdómalæknarnir í Banda- ríkjunum hafa komizt að raun um, að sitt hæfir hvorri kynslóð, ung- um og gömlum. Það læknisráð, sem vel hentar ungum manni, kann að reynast gömlum manni að sama skapi óheppilegt. Það er ekki víst, að hjartastyrkjandi lyf hressi hjart- að alltaf, og sefandi lyf geta haft örvandi áhrif. Ekki er heldur víst, að það ráð henti sjúklingnnm vel á morgun, sem átti prýðilega við hann í gær eða fyrradag. Læknarnir verða t. d. að fara varlega i sakirnar, er þeir ráðleggja gömlu fólki mikla hvíld. Langar rúmlegur geta orsak- að lungnahólgu og stundum hjarta- bilun. Læknavísindin leiða það æ greini- legar í ljós, hvaða fæða hentar bezl gömlu fólki. Nú vila menn oi-ðið, að

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.