Samtíðin - 01.09.1942, Side 23
SAMTÍÐIN
19
því er bráðnauðsynlegt að fá B-fjör-
efni í ríkum mæli. Lifur er því eink-
ar holl. Fitandi fæðu I>er að forð-
ast, nema að litlu leyti, því að grann-
vaxið fólk lifir yfirleitt lengur en
þeir, sem feitir eru.
Ellisjúkdómalæknarnir verða að
nauðþekkja likamsbyggingu fólks,
sem er (50, 70, 80 og 90 ára gamalt.
Þegar þeir leggja sjúklingum sín-
um lífsreglur, verða þeir að vita
upp á liár, livað bjóða má bverjum
einum, þ. e. bve mikið hinn aldr-
aði líkami þolir. Þessum læknum
er það ljóst, að þróltur lungnanna
befur minnkað, miðað við það, sem
áður var. Vöðvar gamla fólksins eru
tekuir að rýrna, og svitakirtlarnir
starfa ekki eins vel og áður fyrr.
Einnig verður að hafa sérstakt mat-
arhæfi, vegna þess að meltingarsaf-
ar þess eru hvorki eins sterkir né
miklir að vöxtum og' áður var. Efna-
skortur i beinum gamals fólks veld-
ur því, að þau verða bæði gljúp og
slökk. Allt það, sem nú er talið, eru
einkenni, sem almennt er búizt við,
að vart verði bjá gamalmennum.
Kynnist læknir hraustu fólki, sem
kómið er á níræðis- og tíræðisald-
ur, fær slíkt honum nokkurrar
furðu, því að það má telja mjög
sjaldgæft.
Úr hverju deyja þá gamalmenni
að lokum? munu menn spvrja. Kom-
ið befur í ljós, að rösklega % hlut-
ar alls fólks á aldrinum 80—90 ára
deyr af völdum hjarta-, æða- og
nýrnasjúkdóma. Krabbamein lætur
lieldur ekki sitt eftir liggja, ef það
hefur á annað borð gert vart við
sig á aldursskeiðinu 60—80 ára.
F I X
þvær allt
VÉLSMÍÐI
ELDSMÍÐI
MÁLMSTEYPA
SWPA- OG
VÉLAVIÐGERÐIR